fimmtudagur, 8. nóvember 2018

heitt súkkulaði & hygge

Nú er farið að kólna heldur betur í veðri og nú fer dögunum að fjölga sem við getum farið að nostra við heita súkkulaðið okkar og njóta þess að halda á heitum bollanum.

Ég veit fátt betra en að fara út á köldum degi með strákunum mínum og koma svo inn í hlýjuna, kveikja á kertum, taka fram smá kaffitíma og búa til heitt og gott súkkulaði.Hér eru nokkrar uppskriftir fyrir y kkur og svo er bara að láta hugann reika og sjá hvað verður fyrir valinu. Að setja ís í kakóið, guð minn krullóttur hvað ég elska það. Svo skulum við heldur ekki gleyma að það er fátt meira jóló en að taka rölt og stoppa við á einu krúttlegu kaffihúsi og njóta þess að láta græja fyrir sig einn góðan súkkulaði bolla.

Undirbúningur jólanna er minn uppáhalds tími.

þriðjudagur, 6. nóvember 2018

guðdómlegur jólaís

Að brasa við að gera jólaísinn er eitt það allraskemmtilegasta sem við fjölskyldan gerum ár hvert. Fyrir 2 árum gaf ég út rafrænt hefti "Glútenfrí Jól" með glútenfríum uppskriftum og sló það rækilega í gegn.

Í heftinu var uppskrift af jólaísnum okkar og hef ég fengið mörg hól fyrir hversu einfaldur og fljótlegur hann er en mest fyrir það hversu góður hann er. Það er ótrúlega gaman að leika sér með uppskriftina en ég ætla að gefa ykkur grunn uppskriftina sem þið getið svo leikið ykkur með.

Þessi grunnuppskrift er skotheld, ég lofa. Ég set toblerone, daim og í raun bara það sem mér dettur í hug útí ísinn í það og það skiptið. Hægt að kaupa allskonar sýróp orðið og VÁ hvað ég verð spennt bara að hugsa um hvað verður í krukkunum í ár. 

Lakkrís kúlurnar fást í Epal og mæli ég 100000% með þeim. Elska að hafa þær í ísnum mínum og svo í skálum á jólaborðinu. 


Hér kemur svo uppskriftin að jólaísnum:
Það er aldrei að vita nema ég skelli inn fleiri jóla uppskriftum við tækifæri. það má endilega tagga mig á instagram #glutenfrittlif @thorunnevathapa
föstudagur, 24. febrúar 2017

-glútenfrír bolludagur-

Ég hef séð út um allt á netinu núna í dag hvað margir eru sárir að geta ekki notið þess að borða bolludagsbollur og notið þess að vera með í þessum degi.

Það er sko vel hægt kæru vinir því bollurnar hennar Evu Laufeyjar eru þær allra bestu sem þið finnið. Þessar bollur eru í bókinni minni og fékk ég fullt leyfi frá Evu Laufey til að setja þær þar. Ég var svo oft búin að reyna að gera fullkomnar vatnsdeigsbollur en ef þær voru fallegar voru þær vondar og ef þær voru ljótar voru þær góðar.


Eva Laufey bjargaði mér algjörlega og þeir sem hafa smakkað hjá mér glútenfríu bollurnar hafa ekki einu sinni vitað að þær séu glútenfríar og dásama þær í hvert sinn.

Ég er ótrúlega mikið fyrir einfaldar bollur og vil ekki of mikið gúmmelaði á þær en ég var alin upp við royal búðing á milli og mars sósu ofan á. Ég hins vegar má ekki nota mars sósuna. Ég bjó til sósu núna úr Valor súkkulaði sem ég elskaði algjörlega ofan á. Ekta súkkulaði bragð á bollurnar klikkar aldrei.


Bolludagsbollur frá Evu Laufey er hægt að finna uppskrift að HÉR.

Þetta árið ákvað ég að búa til súkkulaði og karamellu búðing ásamt því að þeyta rjóma. Það er hrein unun að blanda þessu svo öllu saman á milli og setja súkkulaðið ofan á. Ég reyndar set súkkulaðið alltaf á milli þegar ég borða þær því þá fer þetta ekki eins allt út um allt þegar græðgin tekur völdin.

Uppskriftin að súkkulaðinu sem ég set ofan á:

Ég notaði eina plötu af mjólkursúkkulaðinu og eina plötu af dökka súkkulaðinu frá Valor. Hellti svo smá rjóma í pottt ( ca einn dl) með plötunum og bræddi saman þar til áferðin var orðin glansandi. Bræðið við lágan hita því annars getur súkkulaðið hitnað of mikið og farið í kekki. Leyfið súkkulaðinu svo aðeins að kólna áður en þið setjið það á bollurnar.

Njótið þess að borða glútenfríar bolludagsbollur með bilaðslega góðu súkkulaði on top !

-glútenfrí Valor konfekt kaka-

Valor konfekt kakan sló heldur betur í gegn á heimilinu.Það er hægt að nota hvaða súkkulaði köku sem er og myndi ég mæla með að ef þið eigið ykkar uppáhalds að nota hana. Það er líka hægt að kaupa allskonar glútenfríar blöndur tilbúnar í kössum eins og í Krónunni og Kosti sem dæmi.

Ég nota alltaf mína uppáhalds skúffuköku sem ég fann á sínum tíma á netinu en man ekki hvar ég fékk hana. Ég breytti henni aðeins þó til að gera hana enn betri þar sem glútenfríar kökur verða stundum svolítið þurrar.

Hitið ofninn í 180°
 • 150 g smjör
 • 3 egg
 • 2 1/2 dl sykur
 • 2 tsk vanillusykur
 • 2 msk kakó
 • 3 1/2 dl glútenfrítt hveiti
 • 2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 1/2 dl laktósafrí mjólk
Bræðið smjörið og látið það kólna örlítið. Hrærið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið þurrefnunum saman og hrærið saman við eggin og sykurinn. Bætið smjörinu og mjólkinni saman við og blandið öllu vel saman. Hellið deginu í smurt form og bakið í ca 20 mínútur.

Kremið er algjörlega málið og svo gott að það er eiginlega lygilegt.

 • 6 msk laktósafrí mjólk
 • 3 msk kakó
 • 1/2 bolli smjör
 • 3 3/4 bolli flórsykur
 • hálf plata mjólkur súkkulaði frá Valor


Blandið saman mjólk, kakói, smjöri og Valor súkkulaði í pott og látið suðuna koma upp. Bætið flórsykrinum við og hrærið saman í vél til að koma í veg fyrir að kremið kekkist. Hellið kreminu heitu yfir kökuna. Þegar kremið hefur kólnað er dásamlegt að raða fallegum Valor konfekt molum ofan á kökuna til að skreyfa hana og ég tala nú ekki til að fá smá óvænt trít þegar þú smakkar konfekt molann sem þú færð með sneiðinni þinni <3
laugardagur, 7. janúar 2017

-glútenfríar fluffý lummur-


Fólk á erfitt með að trúa því að glútenfrír matur geti verið bragðgóður og girnilegur.

Hér getið þið t.d séð flottar girnilegar og bragðgóðar lummur. Þessar lummur geri ég mjög oft og þær slá alltaf í gegn.

2 egg
2 bollar GF hveiti
1 bolli laktósafrí mjólk
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
2 msk sæta að eigin vali. (sjá texta)
smá vanilludropar


Til að gera lummur fluffý er ótrúlega sniðugt að hræra 2 egg vel saman í hrærivél áður en nokkuð annað er gert. Ef þú vilt fá þær enn meira fluffý þá sleppir þú rauðunum og notar bara hvíturnar. Ég geri það svona spari <3

Þegar ég hef þeytt vel eggin bæti ég smá vanilludropum úti. Best að nota vanilludropana sem maður gerir sjálfur eða vanilla extract. Þeyti smá meira og set einn bolla af GF hveiti rólega útí og hræri saman. Því næst tek ég 1 bolla af mjólk (laktósafrí á þessu heimili) og helli varlega saman við og blanda vel saman svo degið sé fallega blandað saman. Því næst er öðrum bolla af glútenfría hveitinu blandað varlega saman við. Næst er vínsteinslyftiduftinu blandað saman við.

Sætan er þá í raun bara eftir og velur  í raun hver fyrir sig hvaða sæta er notuð. Ég nota oftast ávaxtamauk og skiptir ekki máli hvaða bragð er notað og nota ég mikið skvísurnar. Ef ég á stóra skvísu nota ég hálfa ca en heila litla. Ef þú vilt nota sykur notar þú 2 msk. Stevía er líka málið hjá sumum, þú velur í raun bara það sem hentar þér og þínum og stundum set ég enga sætu og þá sérstaklega ef ég sé fyrir að setja sultu á skonsurnar, þá er sultan ofsalega góð sæta.mánudagur, 2. janúar 2017

-10 vinsælustu færslurnar árið 2016-

Gleðilegt nýtt ár kæru fylgjendur og takk fyrir árið 2016, ég væri ekki þar sem ég er í dag nema fyrir ykkur öll. Ég nýt þess í botn að hjálpa ykkur og fæ ótrúlega mikið út úr því. 2017 á eftir að vera enn flottara og skemmtilegra.

Það er ótrúlega gaman að fylgjast með hvaða færslur voru vinsælustu færslunar árið 2016.

Ég er að fara í miklar breytingar með Glútenfrítt Líf og vona ég heitt og innilega að markmið mín fyrir þær breytingar rætist allar sem ein. Þetta eru mjög háleit markmið en það er allt í lagi því ef að maður byrjar ekki einhverstaðar gerist ekkert.

Núna er ég komin á þann stað í lífi mínu að ég vil komast lengra. Það á eftir að vera erfitt og mikil vinna og ég þarf að treysta á marga til að hjálpa mér og má þar nefna yndislegu frænku mína sem ég veit ekki hvar ég væri án í öllu því sem ég hef gert og á eftir að gera. Þið getið kíkt á þennan snilling HÉR.

Hún er ótrúlega hæfileikarík og sagan á bakvið flotta fyrirtækið hennar er hreint mögnuð og langar mig mikið til að hún segi frá því á síðunni sinni þegar hún er tilbúin til þess. Þið eigð þá eftir að elska þetta fyrirtæki jafnmikið og ég. 

Ég hlakka ótrúlega mikið til að segja ykkur frá því sem ég er að gera en þangað til eru hér pistlar sem þið getið kíkt á. Þetta eru 10 vinsælsustu færslur ársins 2016 og í röð frá 1-10.


-nr1--nr2-
-nr3-

út að borða x glútenfrír hamborgari

-nr4-


Glútenfrí eplasæla úr bókinni Lifðu til fulls

-nr5-


-nr6-

mánudagur, 19. desember 2016

-Jólakaramellur með Valor súkkulaði-


Jólakaramellur

Það koma ekki jól án þess að búa til jólakaramellur !
Valor súkkulaðið með karamellu og sjávarsalti er fullkomin blanda við jólakaramellurnar.
Mjög auðveldar og ótrúlega góðar.3 dl Rjómi
250gr Sykur
60g Smjör
100g Siróp (ljóst eða dökkt)
1 plata Valor súkkulaði með karamellu og sjávarsalti (súkkulaðið er notað þegar karamellan er tilbúin) 

Svona gerir þú:
Blandaðu saman hráefnunum í pott og láttu sjóða. Blandan skal sjóða þar til fallegur karamellulitur er komin á blönduna. Stærðin á pottinum skiptir máli uppá hvað lengi þú átt að sjóða. Lítill og hár pottur er t.d lengur að sjóða en víður og stór pottur. Því er erfitt að segja hversu lengi á að láta sjóða en það er ca 20-40 mín. Frekar að horfa á litinn á karamellunni heldur en tímann. Það skiptir miklu að hrærar allan tímann.

Til að finna út hvort karamellan sé tilbúin er gott að hafa hitamæli og þá er flott að hita karamelluna upp að ca 117 gráðum. Ef karamellan fer yfir 120 gráður þá verður hún stökkari. Ef þú átt ekki hitamæli þá er gott að hræra þar til hún er orðin fallega brún og svolítið þykk. Einnig er hægt að vera með glas með vatni þar sem þú setur smá karamellu úti og ef þú getur rúllað henni uppí litla kúlu þá er hún tilbúin.
Þá er bara að hella blöndunni á bökunarplötu með bökunarpappir. Hún stífnar hratt svo það er um að gera að skera hana niður áður en hún verður alveg stíf. (gott að nota pizza hníf)

Þegar karamellan er orðin köld bræðir þú súkkulaðið og dýfir karamellu bitunum ofaní eða skreytir molana fallega. Í lokin er stráð smá sjávarsalti yfir molana. Þetta er einfalt og æðislega skemmtilegt.
Á snappinu mínu í dag 19.12.2016 er hægt að fylgjast með mér búa til karamelluna. Endilega kíkið á það !! snappið mitt er glutenfrittlif

Þessi karamella er á leið á leikskólann hjá 5 ára molanum mínum sem gjöf til kennarana á deildinni hans þar sem þetta eru síðustu jólin hans á leikskólanum. 

Eigið gleðileg jól og megi jólin færa ykkur ást og kærlegik. Munum að jólin snúast um samveru með okkar allra mikilvægasta fólki, fjölskyldu og vinum. 


Blog Design by Get Polished