miðvikudagur, 1. maí 2013

Heimalagað Múslí - Glútenfrítt

Ég elska ELSKA heimalagað múslí !
Þar sem það leikur grunur á heslihnetuofnæmi hjá mér þá ákvað ég að setja ekki möndlur eða neitt útí núna sem gæti innihaldið hnetur !

Þetta er sjúklega gott, strákarnir mínir ELSKA þetta líka :)


1 bolli Rolled Oats frá Bobs Red Mill - fæst í kosti
1 bolli Steel Cut Oats frá Bobs Red Mill - fæst í kosti
1/2 bolli grófar kókosflögur
1/2 bolli rúsínur (allir á þessum bæ elska þær svo við setjum ríflega í)
Gojiber - fer bara eftir smekk hve mikið
Setti svo nokkrar kakónibbur með - hollar og góðar

öllu blandað saman nema kakónibbunum

1 dl hunang
1dl kókosolía (setti reyndar bara smá kannski 1 msk)
3 msk Agave Sýróp (50gr púðursykur)
1 1/2 tsk Kanill
1 tsk salt (setti mjög lítið gróft salt)
2 tsk vanilludropar

þessu er svo öllu svo blandað saman og hellt yfir og blandað saman sem höndunum, hellt í ofnskúffu og dreyft vel úr og sett inní ofn á 180° í 20 mín ... 

þegar þetta hefur kólnað smá hellið þið kakaónibbum yfir :)

ég er búin að prófa nokkrar útfærslur af blautefnunum sem fara útí en það sem mér finnst lang best er frá Evu Laufey Kjaran http://www.evalaufeykjaran.com/

hún er algjör snilli þessi skvísa :)

það er hægt að setja ALLSKONAR þurrkaða ávexti én ég átti það ekki til núna og þetta er mega gott svona líka.



Njótið vel :)



Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished