þriðjudagur, 3. september 2013

Jólasmákökur - eruði farin að hugsa svo langt?

 Ég er aðeins farin að huga að jólasmákökunum þar sem mig langar að deila með ykkur FULLT af uppskriftum ... vonandi finnst ykkur það ekki of snemmt en ég ætla að henda einni og einni hér inn fram að jólum.
Líka um að gera að prufa sig áfram þar sem það finnst ekki öllum það sama gott og mér :D
En hér er ein súper góð.


Jólasmákökur
Undirbúningtími 
   Bökunartími 
Heildartími 
stk ca24
 Glútenfrítt, Mjólkurlaust
  • 2 bollar All purpose hveiti frá Bobs red mill eða kökumixin frá TORO
  • 1 tsk Vínsteinslyftiduft
  • ½ tsk sjávarsalt
  • ½ tsk Kanill frá pottagöldrum
  • ¼ tsk múskat
  • ½bolli smjörlíki - við stofuhita
  • 1 bolli sykur
  • 1 egg
  • 2 tsk vanilludropar (bestir heimagerðir)
  • 1/4 bolli eggjapúns (eggnog)
 
 
 
 
Leiðbeiningar:
  1. Hitið ofnin í 180°
  2. Setjið saman í litla skál hveit, vínsteinslyftiduft, sjávarsalt, kanil og múskat. Setjið í aðra skál, smjörlíki og sykur og þeytið þar til orðið loftkennt, setjið þá eggið, vanilludropa og eggjapúnsið; blandist VEL. Bætið hveitinumixinu (GF) útí skálina með blautefnunum :blandist VEL.
  3. Notið ísskeið, notið ísskeiðina til að búa til litlar kúlur úr deiginu. hafið 2-3cm á milli.
  4. Bakið í 12 mín eða þar til kökurnar eru orðnar gullnar.
Hér er uppskrift af eggjapúnsi en kannski er hægt að kaupa tilbúið í fernum einhverstaðar - ætla að athuga málið og læt það þá hér inn ! 


Ég er algjört jólabarn ELSKA jólin en elska kannski enn meira undirbúninginn og vesenið í kringum jólin, ég er langt komin t.d með jólagjafirnar en ég geymi alltaf nokkrar gjafir þar til síðast og mjög nálægt jólum til að fá fílinginn og leyfi eldri stráknum mínum að kaupa handa bróðir sínum gjöf á þorláksmessu en þá förum við bara 2 saman og það er sjúklega kósý. En aftur að kökunum, ef þið eigið uppskriftir sem þið viljið deila með okkur endilega gerið svo.

Þetta er sjúklega gott - njótið- Þórunn Eva

Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished