sunnudagur, 9. júní 2013

Gulrótarkaka - TORO kökumix - Sunnudagur ♡



Ég bjó til gulrótarköku í dag og bauð vinum í heimsókn og svo vildi svo heppilega til að við fengum fleiri vini óvænt í heimsókn ... elska svona sunnudaga þegar maður hittir vini og hefur kósý .. samt smá haustfílingur í þessari rigningu og ekki er það verra þar sem ég ELSKA haustið heheh :) Siggi stormur er nú samt að spá sól á morgun svo hver veit nema ég skelli í nokkra klaka fyrir gaurana í kvöld :)



myndina tók elskuleg vinkona mín Lena Rut


Gulrótarkakan heppnaðist vel og er ég ekkert smá ánægð með TORO glútenfría kökumixið, hér kemur uppskriftin ! Fann þessa uppskrift á netinu fyrir mörgum árum síðan og hef ég haldið í hana því hún er æði - hún er mega einföld og geta allir bakað hana !

3 dl Glútenfrítt Toro ljóst kökumix
1 tsk lyftiduft
3/4 tsk matarsódi
1/2 tsk gróft salt
2 tsk kanill
1 tsk múskat (nota það stundum ekki alltaf)
2 dl sykur
1 1/4 bolli matarolía
3 egg
3 dl smátt rifnar gulrætur (matvinnsluvél eða bara ostarifjárn)

Ég geri þessa uppskrift alltaf tvöfalda og skelli í 2 form til að hafa hana á tvem hæðum.
skellið öllu saman í skál og hrærið vel - ég reyndar set gulræturnar alltaf síðastar þegar ég er búin að hræra öllu saman og hræri svo bara létt til að blanda gulrótunum saman við.

Kremið er sjúklega gott !

200 gr rjómaostur
100 gr smjör
1-2 pakkar flórsykur
1/2 tsk vanillu extra (ég nota reyndar bara vanilludropana sem ég bý alltaf til sjálf) Vanilludropar uppskrift HÉR

hér blanda ég rjómaostinu, smjörinu og vanilludropunum saman og þeyti vel þar til ég fæ fluffí áferð og bæti svo flórsykrinum hægt og rólega útí þar til kremið er orðið fínt og gott ... soltið þykkt en ekki of þykkt.






Hlakka til að heyra hvernig ykkur finnst


Njótið ♡ Þórunn Eva




Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished