föstudagur, 13. september 2013

Bananakaka - gúrme góð :)

NAMMMM þessi kaka er sjúklega góð !! Var í prófi í dag og ákvað að tríta mig smá þegar það var búið og auðvitað er það þá sjúklega góð súkkulaði kaka !


Botninn er Bobs Red Mill súkkulaði kaka en þið getið notað hvaða botn sem er (glútenfrian)
Ég elska síðuna Eldhússögur og eru þessi krem þaðan... hún er algjör snilli þessi skvísa :)

Kremið á milli er bananakrem :

100 g. smjör (mjúkt)
70 g. flórsykur
4 bananar, stappaðir

Smjör og flórsykur er þeytt saman þar til blandan verður létt. Þá er stöppuðum banönum bætt út í. Gott er að kæla kremið dálítið áður en það er sett á milli botnanna.

Kremið ofan á kökuna er súkkulaði krem :
100 g. smjör (mjúkt)
100 g. flórsykur
120 g. suðusúkkulaði
1 egg
1 tsk. vanillusykur

Smjöri, flórsykri og egg þeytt saman. Súkkulaðið er brætt og kælt aðeins áður en því er hellt saman við blönduna. Kreminu er smurt ofan á tertuna og á hliðarnar.

Ég gerði kökuna og setti krem á milli í gær og hafði hana inní ískáp í nótt og bjó svo til kremið utan á kökuna í dag og þetta var perfect !!

Njóið - Þórunn Eva




Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished