miðvikudagur, 24. apríl 2013

Bjúgsöfnun og vatnsmelónur !

Þar sem ég á það til að safna bjúg á hendur og í andlit vegna hveiti ofnæmis þá finnst mér æðislegt að kaupa vatnsmelónur - við borðum mikið af henni, ég finn um leið þegar bjúgurinn fer að minnka og er það vatnsmelónan sem kemur því af stað..

Mér finnst best að borða hana ískalda í sneiðum, einnig er rosa sniðugt að skera hana niður í teninga og frysta og gera úr henni klaka og setja út í kalt vatn, svo er hægt að setja hana í blender, vatnsmelóna, klaki og mynta er hrikalega gott - einnig er gott að setja lime með. Um að gera að vera nógu hugmyndaríkur og bera fram í flottum ílátum !

Það er hægt að gera svo mikið með melónur :)
Hún er minn besti vinur þegar ég er slæm af bjúg.

Njótið <3



Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished