sunnudagur, 12. maí 2013

Snilldar hamborgarabrauð !

Ég er svoooo oft búin að búa til hamborgarabrauð að það er ekki fyndið og alltaf verð ég fyrir vonbrigðum...

Svo datt mér í hug að prófa Bobs Red Mills all purpose hveitið og skottaðist í kost en þá er það uppselt og varð ég að finna að aðra leið og keypti því bread mix frá þeim.

Kallinn skellti í hamborgarabrauð og viti menn það var SÚPER gott :) LOKSINS fæ ég hamborgara með brauði hahahah :)

í Bread Mix-inu fylgir ger - notuðum það.

1 msk þurrger
1/2 bolli heitt vatn
1/2 bolli mjólk
1 stórt egg
2 msk ólífuolía
2 msk sykur
1 tsk gróft salt
3 bollar Bread Mix
1 msk smjör

  • Hita ofninn í 190°
  • Blanda geri og vatni saman í hrærivélaskálina og leyfa því að leysast vel upp.
  • Blanda í aðra skál mjólk, eggi, olíu, sykri og salti.
  • Setja blönduna út í hrærivélaskálina þar sem gerið hefur fengið að leysast vel upp og bæta svo Bread Mix-inu saman við hægt og rólega og hræra á rólegum hraða í ca 10 mín (skiptir miklu máli að hræra vel og lengi). Brauðið á að vera pínu klístrað, mjúkt og ætti að skjótast tilbaka þegar potað er í það.
  • Leyfa deginu að hefast í 1 klst.
  • Degið dugar í ca 4 vegleg hamborgarabrauð.
  • leggja á plötu og leyfa að hefast í ca 30-40 mín.
  • Bræða smjörið og bera á brauðin + sesamfræ ef vill.
  • Bökunartíminn 15-18 mín.
  • Leyfa brauðunum að kólna í smá tíma áður en þau eru skorin.
  • Við skelltum þeim svo smá stund á grillið til að fá smá grillfíling.
Við kaupum hamborgara í Kjöt Kompaní - Staðsett í Hafnarfirði
  • Við pensluðum hamborgarana með smá olíu og settum svo krydd frá Pottagöldrum sem heitir Best á allt... settum svo ost á þá.

Áleggið sem við notuðum í gær var:
  • Avacado skorið niður og settur pipar frá Pottagöldrum á
  • Paprika
  • Beikon
  • Egg spælt báðum megin
  • Gúrka
  • Steiktum sveppi - smá smjör og svartur pipar frá Pottagöldrum
  • Kál
  • Mexico ost - bara svona smá trít :)
  • Sósan er frá kjötkompaníinu

Skárum svo niður sæta kartöflur og gerðum úr þeim franskar - settum svo smá gróft salt yfir .

Njótið <3


2 ummæli :

  1. Vá skil þig svo vel hef margoft reynt að gera pulsu og hamborgarabrauð og ekkert gengið. Hlakka til að prófa þessa og reyna að gera pulsubrauð líka.

    SvaraEyða
    Svör
    1. það er einmitt næst á dagskrá :)
      ætla bara að gera sömu uppskrift og móta það öðruvísi :)
      sjá hvernig það kemur út :)

      knús á þig skvís !

      Eyða

Blog Design by Get Polished