fimmtudagur, 25. apríl 2013

Uppskrift af glútenfríu mjöli !

Eitt við það að vera með hveiti ofnæmi er að ég þarf alltaf að gera allt frá grunni - allan mat - ALLT!
Ég er ekki alltaf að nenna því , kannski er það leti en stundum er það líka þreytandi að allir geti alltaf fengið sér að borða á núll einni á meðan ég eyði fullt af tíma í að græja mér smá mat... þess vegna enda ég oft á einhverju sem ég á ekki að láta ofan í mig ... eins og kannski suðursúkkulaði hahaha flott Þórunn Eva, flott ....

En þetta er að breytast - ég er alltaf að finna fleiri og fleiri einfaldari leiðir í þessu, enda alltaf að koma meira og meira á markaðinn, hélt ég myndi enda næringarlaus fyrst þegar ég var greind með þetta ofnæmi - stóð í Fjarðakaup og hélt í alvöru að fengi aldrei aftur að borða.

Vonandi þurfa ekki fleiri að lenda í svoleiðis stöðu því með þessu bloggi verður ALLT einfalt :)

Ætla að skella hérna með mega einfaldri uppskrift af mjölblöndu sem er létt og góð til að nota í stað
hveitis í uppskriftum. Það er að segja ef þú vilt frekar gera blönduna sjálf frekar en að kaupa hana reddý ! GLÚTENLAUST

2 bollar hrísgrjónamjöl
2/3 bolli kartöflumjöl
1/3 bolli tapioca mjöl
















Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished