miðvikudagur, 12. júní 2013

Brauðbollur - TORO - einfalt !




Frænka mín að norðan kom í RVK í gær með gaurinn sinn til læknis og ákvað að eyða deginum með okkur sem var YNDISLEGT.. við frænkur hentumst í krónuna og náðum okkur í grænar Ólívur og rautt Pestó til að henda með í bollurnar og ákváðum svo að taka skyldi graskersfræ til að smella ofan á þær ...

heim var haldið og þetta var útkoman ... mega einfalt og sjúklega gott !!

(þið þurfið ekki endilega að nota ólívur og pestó - var bara svo gott heheh )

6dl glútenfrítt TORO gróft brauðmix (ca 1 poki)
1msk sykur/ hunang/ agave sýróp (notaði agave)
1tsk salt
5tsk þurrger
1,5dl mjólk
1,5dl vatn
0,5dl olía
1 tsk xanthan gum (þarf ekki að vera)


ca 10 ólívur
ca 2-3 msk rautt pestó
Graskersfræ til að setja ofan á

Setur öll þurrefnin í skál því næst agave sýrópinu.
Blandaðu saman ískaldri mjólk, heitu vatni og olíu.
Heltu vökvanum við þurrefnin og hrærðu, því lengur sem þú hrærir því loftkenndari verða rúnstykkin.
Hnoðaðu deigið með afgangs hveitinu og búðu til bollur.
Settu bollurnar í kaldan ofninn og stilltu hann á 220°c og bakaðu í 15 - 30 mín - fer eftir ofn.

ATH. Degið á ekki að hefast.... alls ekki að hefast því að þá verða rúnstykkin ekki eins og rúnstykki.


Njótið ♡ Þórunn Eva




Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished