mánudagur, 17. júní 2013

17 júní - uppskrift af grilluðu brauði !

Gleðilegan þjóðhátíðardag kæru vinir !

LOKS kemur uppskriftin af grillaða brauðinu - það er búið að vera brjálað að gera hjá mér við að gera ekki neitt, loks gef ég mér tíma í að setjast niður og skrifa niður uppskriftina...

Við fórum í mat til tengdó á föstudaginn og fengum við svakalega gott pasta og grillað brauð með, það var góð tilbreyting að þurfa ekki að græja þetta sjálf heheh

Uppskriftin hljómar svona:

300 ml ylvolgt vatn
2 msk þurrger
4 msk sykur (veit að hún notaði bara brot af því)
1 egg
3 msk mjólk
2 tsk salt
600-700 gr glútenfrítt mjöl
1-2 msk olía

mjög gott örugglega að setja saman við 1 tsk af gum xanthan.

Vatn, 1 msk sykur og ger sett í skál og látið standa í 15 mínútur eða þangað til blandan freyðir.
Mjólk, egg, salt, rest af sykri  og helmingur af hveiti sett saman við. Blandað vel og afganginum af hveitinu bætt saman við smátt og smátt. Deigið hnoðað vel og sett í skál og látið lyfta sér í 1 - 1 1/2 klst. Þá er degið slegið niður og skipt upp í 8-12 hluta. Mótaðar þunnar kökur og bakað í 2-3 mínútur á hverri hlið á lokuðu grillinu. passa að brauðið brenni ekki, það má líka baka það á efri rim og þá aðeins lengur.

Brauðið er loks penslað með bræddu smjöri, með eða án hvítlauks og sáldrað yfir fínsöxuðu kóríander og sjávarsalti.

(tengdó fékk þessa uppskrift í einhverju nýlegu blaði)






Njótið í botn !




Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished