sunnudagur, 16. október 2016

-út að borða X glútenfrír hamborgari X bike cave-


Mér var boðið út að borða á Bike Cave sem er í skerjafirði, Bike Cave eru með lang bestu hamborgara sem hægt er a versla sér á höfuðborga svæðinu að okkar mati. Það er hægt að fá glútenfría og venjulega og báðir hreint unaðslega góðir !!!!



Staðurinn er lítill og ótrúlega öðruvísi en ótrúlega skemmtilegur. Það eru allskyns litabækur á borðunum og gaman að sitja við gluggann og horfa á flugvélarnar lenda og taka á loft.


Starfsfólkið er æðislegt og ótrúlega skemmtilegt andrúmsloft.

Þessi staður er algjör gullnáma og mæli ég klárlega með að þið kíkið. Ég fékk mér hamborgara og sætar franskar og guð minn krullóttur... þessar franskar - mig dreymir þær á nóttunni. Ég fékk líka vegan koktelsósu og fannst mér hún betri en venjuleg koktelsósa. Maðurinn minn fékk sér hamborgara og franskar og sagði þetta besta hamborgara sem hann hefur fengið á veitingastað og litli kroppurinn okkar er alltaf að biðja um að fara á móturhjóla veitingastaðin með flugvélunum.

Það er hægt að fá brunch - pítur - glútenfríar fiskibollur og margt margt fleira. Þetta er klárlega minn allra uppáhalds staður þessi misserin og langaði mig að segja ykkur frá honum.


Hér er listi frá Bike Cave hvað er glútenfrítt hjá þeim !!

"Oft fáum við spurningar um hvað er glúteinlaust og hvað er vegan hér hjá okkur í Bike Cave. Í fljótu bragði hef ég soðið saman í lista yfir þessi atriði:
Glúteinlaust:
Chili majó, bernaisesósa, vegan kokteilsósa, vegan pítusósa, majónes, tómatsósa, sinnep, BBQ sósa, glúteinlaust hamborgarabrauð, lambakjöt, beikon, hamborgarakjöt, kjúklingur, fiskibollur, allt grænmeti, allir ostar, strá, sætar og ormar. Treystum okkur ekki til að taka glútein-ábyrgð á þeim frönskum sem koma forkryddaðar en einhverjir hafa þó smakkað krossara og krullur og ekki sýnt viðbrögð svo við vitum.
Vegan:
Vegan kokteilsósa, vegan pítusósa, tómatsósa, sinnep, BBQ sósa (erum búin að skipta yfir í BBQ sósu sem er ekki með hunangi), chilibaunabuff, kartöfluröstí, Dehli koftas grænmetisbollur, hamborgarabrauð, pítubrauð, allt grænmeti, allar frönskur og laukhringir. Fiskmeti og Mozzarella eru steikt í sér olíupotti til að menga ekki olíuna fyrir vegan fólk.
Vona að þetta sé til þess fallið að upplýsa fólk um hvernig þessum málum er háttað og allir geti verið sáttir.
Knús frá okkur í Bike Cave" :D
Bike Cave er á facebook svo endilega fylgið þeim ! :)

1 ummæli :

Blog Design by Get Polished