föstudagur, 7. júní 2013

heimagerðar gjafir !


Það er hægt að græja svoooo flottar gjafir fyrir lítinn pening - Ikea er að selja svo flotta litla bolla á svo lítinn pening (undir 1000 kr ) 6 saman í kassa... ég keypti nokkra svona kassa í september í fyrra lét Jón Sverrir eldri guttann minn skrifa á bolla til að gefa í jólagjafir - við settum svo swiss miss og litla sæta marsmalows ofan í litla poka ásamt rauðum sykurhjörtum - lokuðum fyrir og settum ofan í bollana og skeið með - gjöfin er því heitt kakó í bolla og svo gerðum við kanilmöndlur með til að narta í með kakóinu :)

Pennarnir sem ég keypti er hægt að fá í litir og föndur og eru þeir notaðir til að skrifa á bollana - látið vera í ca 25 mín og sett svo inní ofn í ca 45 mín á 180° voila bollarnir eru klárir :)

Skeiðarnar og marsmalowið keypti ég í söstrene grene og var búin að græja jólagjafir fyrir ömmur og afa - langömmur og langafa, frænkur og frændur löngu fyrir jól eða eins og þið sjáið í september hehehe :)

það fannst öllum þetta sjúklega flott og gaman að fá og svo er þetta svo skemmtileg leið til að varðveita skriftina þeirra ....

Var einmitt að búa til afmælisgjöf núna í gær þar sem strákarnir bjuggu til bolla og kökudisk ... set það inn við tækifæri - já eða þegar ég er búin að gefa það hahahah :)



Njótið ♡ Þórunn Eva

Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished