þriðjudagur, 23. febrúar 2016

-Glútenfrí krydd-

Krydd geta innihaldið hveiti og glúten. Flest krydd gera það en ég fékk send til mín fyrir jólin krydd sem innihalda ekki hveiti og glúten. Ég verð að segja að þetta eru allra bestu krydd sem ég hef smakkað. Það sem mér finnst líka ansi sniðugt við þessi krydd eru umbúðirnar. Þær eru einstaklega fallegar og innan í hverri og einni öskju er allt sagt um kryddið, hvernig er best að nota það, með hverju er best að nota það og margt margt fleira.




Í gær gerði ég kjúklingalög með peppery Rub, skar niður mangó, smá sítrónu, salt, pipar og kjúllinn var æðislegur. Næst ætla ég þó að mauka mangóið og setja smá engifer líka. Setti svo allt í box, hristi og inní ísskáp þar til við grilluðum svo bringurnar í gærkvöldi. 


Italian Rub er snilld á lambakjötið. ég hef margoft notað það. Þessi krydd eru öll fáránlega bragðgóð og því meira hugmyndaflug sem þú ert með því betra.
 
Rub kryddin fást t.d  í Melabúðinni, Hagkaup Garðabæ-Skeifunni - Kringlunni , Fiskbúðinni Sundlaugavegi og Kjötbuðinni Grensásvegi


Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished