miðvikudagur, 29. maí 2013

Grænmetissúpa - hrikalega góð !

Við fjölskyldan elskum góðar grænmetissúpur og erum sérstaklega dugleg að græja okkur þannig súpur á haustin og yfir vetrartímann...

þar sem sumarið er ekki alveg dottið inn er allt í góðu að henda inn uppskrift af einni góðri grænmetissúpu !



girnó eða hvað ?

Hráefni sem ég nota er yfirleitt bara það sem ég á í ísskápnum, vatn, grænmetiskraftur, hænsnakraftur, en mér finnst alltaf gott að nota sætar kartöflur og set þær alltaf í súpuna, ég nota líka alltaf eins mikið grænt grænmeti og ég kemst yfir í það og það skiptið því mér finnst skipta miklu máli að við fáum grænt í kroppinn... (nánar um það síðar). Blómkál er líka í uppáhaldi í súpur, gulrætur eru nauðsyn að mér finnst hhaha ... eins og þið sjáið þá nota ég bara ALLT sem ég á ... paprika, chili, spínat, ALLT sem mér dettur í hug er gott í svona súpur - var þetta ekki kallaðar naglasúpur hér einu sinni ???

kryddin eru aðal málið í svona súpu fyrir okkur sem megum ekki nota hvað sem er og eru krydd teningarnir frá Knorr margir glútenfríir - Solla er með hrikalega góðan grænmetiskraft í gler krukkum... ég set svona 2-3 msk af grænmetiskrafi útí ... svo er þetta bara látið malla í smá tíma .. eftir því sem þú skerð smærra því fljótara er þetta að græjast.. passa bara að láta þetta ekki sjóða lengi og helst ekkert því þá tapast næringarefnin fljótt (eða svo er mér sagt) svo mauka ég súpuna mína með töfrasprota og hef gott glútenfrítt mini brauðbollur með :)

Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished