fimmtudagur, 30. maí 2013

Lasagna !! NAMNMMM





Það var ein skvísa sem kom með fyrirspurn með Lasagna !!

Hér er uppskrift af einu mjög fljótlegu en jafnframt mjög góðu og það sem er BEST að þetta er mega einfalt !

Kjúklingalasange (getur líka sett hakk ef þú vilt)

1 kjúklingur soðinn og rifinn smátt
1 laukur
2 stk hvítlauksgeirar
2 msk olía
1 dós tómatar (eða það sem þú býrð til sjálf eða frá Sollu í glerkrukkunum)
1 tsk oregano
1 tsk salt
1 tsk svartur pipar
2 msk tómatpuré
1 dl vatn

Laukur og hvítlaukur mýktur á pönnu. Allt sett á pönnuna og kjúklingurinn út í í lokin.
500 gr Kotasæla og lasange plötur glútenfríar eða kúrbítsneiðar.
Ostur til að setja ofan á. Eins magur og hægt er!


Fékk þessa grunn uppskrift hjá konu frænda míns sem heitir Edda Ósk  hefur hún slegið í gegn á mínu heimili :)

það er til allskonar lasagna glúten frítt og finnst mér ekki skipta öllu máli hvað maður notar en mér finnst þessar svolítið skemmtilega því þær eru svo litlar og krúttlegar (myndin)

Njótið ♡ Þórunn Eva

Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished