þriðjudagur, 4. júní 2013

Ljómandi gott BANANABRAUÐ

Þessa uppskrift fékk ég hjá tengdó ... besta bananabrauð sem ég hef prufað að gera - held samt reyndar að hún hafi fengið hana hjá henni Hörpu Mjöll... en hvaðan sem hún kom upphaflega er hún algjört æði !

ég er búin að prufa allskonar útfærslur og er hún mjög góð með all purpose hveitinu frá Bobs Red Mill en hún er ekkert síðri með hvaða glútenfría mjöli sem er og svo gum xanthan sem leynihráefni :)

uppskriftin hljómar svona:

1 egg
1 bolli sykur (ég set mestalagi hálfan og oftast nota ég eplamauk sem ég geri þá sjálf eða kaupi út í búð)
2 bollar hveiti (glútenfritt hveiti)
2-3 bananar (stappaðir)
1 tsk matarsódi (pottagaldrar)
smá salt (gróft)

svo set ég hálfa tsk af gum xanthan og hræri öllu saman og helli í form þegar maður vill gera spari brauð er hægt að bæta smá suðursúkkulaði við (saxað).
bakað í ca klst á 180° ef þú ert með á blæstri er það ca 30-40 mín.

Hvað er betra en rjúkandi heitt og gott bananabrauð í kvöldkaffinu með osti ??? EKKERT !


Njótið ♡ Þórunn Eva




Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished