sunnudagur, 30. júní 2013

Morgun eggjamuffins :)

Það er algjör snilld að græja á kvöldin eggjahræru, sum sé hræra saman egg, smá mjólk, salt og pipar, setur þetta svo í lokað box og inní ískáp. Það er einnig hægt að setja allt sem þér þykir gott úti eins og beikon, skinku, papriku eða það sem þér dettur í hug ...

Það sem ég geri er að græja muffinsformin ofaní muffins silikonmótið á kvöldin og það eina sem ég þarf að gera á morgnana er ad hella í formin, kveikja svo á ofninum og skella þeim inn í 15 mín og það er ca tíminn sem tekur að græja sig :)




Góður og hollur morgunverður og hrikalega skemmtilega öðruvísi  :)

Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished