miðvikudagur, 17. febrúar 2016

-ab-mjólk-

Það eru ákveðnir hlutir sem ég á alltaf til í eldhúsinu og er ab-mjólk eitt af því. Glútenfrítt fæði getur verið ansi einhæft en það þarf ekki að vera það. Ég er mjög einföld þegar kemur að mat og finnst mér ekkert endilega þurfa að vera eldaður matur á hverjum degi þar sem strákarnir mínir fá báðir heitan mat í hádeginu, Þegar ég var að alast upp þótti bara ekkert að því að fá seríós, hafragraut, grjónagraut eða ab-mjólk í kvöldmatinn og er ég enn á þeirri hugsun. Persónulega finnst mér betra að fá góðan hádegismat og léttan mat á kvöldin.

Ég hlakka mjög oft til að fá mér ab-mjólk með allskonar skemmtilegu útí. Þegar ég tala um allskonar skemmtilegt er ég að tala um að setja allskonar góðu næringarríkri fæðu útí. Möndlur, banana, epli, kókosflögur, möndlukurl, trönuber, haframjöl, múslí, kakónibbur, brot úr próteinsúkkulaði skorið smátt, rúsínur, döðlur o.f.l.

Svo er einnig mjög gaman að breyta smá til og setja ab-mjólkina í fallegan bolla í stað þess að setja alltaf í sömu skálina. Í alvöru þá verður skemmtilegra að borða. Það þarf að vera hugmyndaríkur og ef ég á fátt í skápum þá stendur ab-mjólkin alltaf fyrir sínu. Það er alltaf hægt að græja gúrme ab-mjólkur rétt.

bollinn er keyptur hjá cupcompany.is



Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished