mánudagur, 14. mars 2016

-glútenfríar prótein lummur með ávaxtamauki-


Ég elska auðvelda matargerð. Þessar prótein lummur eru klárlega eitt það auðveldasta sem hægt er að gera og engum sem ætti að mistakast þær. Ég geri nú oft sjálf ávaxtamauk en það er líka bara svo ofsalega þæginlegt að fara í barnamats hillurnar í verslunum landsins og kaupa allskonar gúrme barnamauk. Skvísurnar eru mjög þæginlegar í notkun og kaupi ég þær lang oftast. 




Það er ofsalega þæginlegt að skella í þessar strax eftir góða æfingu því það er allt í þessum lummum sem er gott fyrir líkamann og hjálpar til við að næra þreytta vöðva. Tala nú ekki um hvað þetta er ofsalega gott til að næra sálina eftir æfingu. Ekkert betra en bakstur til að næra hugann og hvað þá þegar maður veit að afraksturinn er hollur og góður. 




Þessar lummur eru líka snilld til að taka með í nesti.
Uppskrift fyrir einn 


1/2 bolli glútenfríir hafrar
1/3 bolli eggjahvítur
1 tsk vanilludropar
1 skeið  GF prótein (notaðu skeiðina sem fylgir próteininu þínu)

Hræra vel sama og steikja á pönnu.


Eitt gott tips - það er snilld að setja haframjöl í matvinnsluvél og búa til hafrahveiti úr höfrunum og eiga í fallegri krukku. (já ég elska að setja allt í fallegar krukkur)




Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished