fimmtudagur, 15. september 2016

-Glútenfríar hárvörur Vol.2-

Ég get ekki hætt að mæla með mínum allra uppáhalds hárvörum frá Not Your Mothers.

Snyrtitaskan er frá www.lulus.is
Það er eins með þessar vörur og allar aðrar að það er auðvitað misjafnt hvernig varan hentar hverjum og einum. Ég er með mikið exem í hársverði og loks eftir að ég byrjaði að nota NYM fór það að lagast og loks fór hárið á mér að þykkjast aftur, líta heilbrigðara út og vaxa á monster hraða. Þegar ég finn vöru sem hentar mér svona vel eins og þessar vörur þá finnst mér mikilvægt að deila því með ykkur því ég veit að það eru margir sem eru í sömu stöðu og ég hvað varðar hárið. Það vilja allar skvísur vera með fallegt hár.



Ég er búin að prófa flest allar vörurnar hjá þeim, bæði fengið gefins til að prufa og svo dugleg að versla mér og rauða línan hentar mér lang best í sjampói og hárnæringu. Lyktin af vörunum er dásamleg og ég hlakka alltaf til að fara í sturtu. Fjólubláa sjamópið og næringin er reyndar með langbestu lyktina og ég elska að nota það svona á milli þess sem ég nota þetta rauða.



Djúpnæringin er to die for. ELSKA hana í ræmur. Ég mæli 10000% með vörunum frá NYM fyrir alla og sérstaklega þá sem vilja hugsa vel um hárið á sér og nota glútenfríar hárvörur.

Ég nota leave in hárnæringuna mjög mikið þar sem ég er með hár sem á mjög auðvelt með að flækjast.



Hitavörnin er algjör snilld og kaupi ég reglulega handa systir minni sem býr í noregi og sendi henni. Hitavörnin er hennar uppáhalds vara en ég held ég sé búin að versla allt sem til er í NYM og senda henni þar sem þessi vara fæst ekki í Noregi.



Ég versla NYM í Fjarðarkaup og Apótekinu í Setbergi. 



Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished