miðvikudagur, 15. maí 2013

Hrökkbrauð !

litlir fingur elskuðu hrökkbrauðið eins og sjá má

Ég ELSKA Toro vörurnar því það gerir okkur glútenlausa fólkinu lífið miklu auðveldara heheh
Ég hef prufað að gera hrökkbrauð sjálf og finnst alltaf e-h vanta uppá og ekki sátt, en prufaði í dag að gera frá TORO og bætti bara smá við ...

það er hægt að setja hvað sem er útí eins og t.d þurkaða ávexti sem þér þykja góðir, hægt að setja smá salt ofan á þegar þú ert búin að setja í ofnskúffuna, smá suðursúkkulaði, allskonar aukafræ í viðbót við það sem er í blöndunni, endalausir möguleikar og er google besti vinur manns þegar maður er að leita að hugmyndum :)

Ég átti í dag suðursúkkulaði og þurrkuð trönuber og skar það smátt og setti útí blönduna - sjúklega gott ... eða það fannst mér -hlakka til að prufa allskonar nýjar útfærslur :)
SPENNÓ að prufa e-h nýtt og það heppnast svona líka vel heheheh :D

Stilltu ofninn þinn á 160° og viftu ef þú ert ekki með viftu stilltu þá á 180°.

það sem þú gerir er að þú setur 3,5 dl af vatni í skál og hellir blöndunni útí og hrærir, leyfir því svo að standa augnablik og bætir svo restinni af því sem þig langar að hafa úti útí blönduna  (pínu spes að hafa tvisvar sinnum útí, kannski á það ekki að vera þarna en jæja hahah ).. hellir svo öllu á bökunarpappír sem þú setur í ofnskúffu og smyrð deginu jafnt og þétt á plötuna, passa að hafa þetta allstaðar jafn þykkt (eða svipað þykkt). Setur ofnskúffuna inn í ca 15 mínútur, tekur hana út og skerð með pizza skera eða hníf í ferninga (eða eins og hrökkbrauð þú vilt fá), inn aftur í ca 30 mín, tekur það svo út og setur hrökkbrauðin á grind (án pökunarpappír) aftur inní ofn í 15 mín með ofnhurðina opna, að lokum tekuru brauðin út og lætur kólna.

Voila þú ert búin að búa til hrökkbrauð :) whoop whoop !

Njótið ♡ Þórunn Eva

Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished