laugardagur, 27. febrúar 2016

-red velvet ostakaka-



Ostakökur hitta alltaf i mark finnst mér. Ég sá í krónunni áðan ostaköku mix frá Sukrin og ákvað að prufa það. Ég elska að búa til ostakökur og finnst mér daim botn í ostaköku alltaf brilliant lausn fyrir okkur glútenfría fólkið. Núna er reyndar komið mjög gott úrval af allskonar góðu kexi sem hægt er að nota og bæti ég þá bara súkkulaði útí til að fá svona homeblest fílíng. Glútenfrítt haframjöl sem búið er að mixa og gera að frekar fínu mjöli, mixað daim og smá smjör klípa er algjörlega magnað í botn. 

Keypti þetta mix í Krónunni Lindum


Í Sukrin mixinu er allt innifalið sem þarf nema philadelphiu ostur en þú þarft 200 grömm af  honum. 50gr smjör (ég kaupi salt laust smjör) og 1 1/2 dl vatn. Meira þarf ekki. Ég hinsvegar get alls ekki sleppt því að setja mitt touch á þetta og henti nokkrum súkkulaði molum útí botninn þegar ég var að græja hann. 


Það eru 2 pokar í kassanum. Poki með botninum og poki með kreminu. Ég átti ekki nægilega lítið form fyrir kökuna svo ég skellti henni bara í skál. 


Botninn:


Helltu úr pokanum sem er glær á pönnu og láttu aðeins brúnast áður en þú hellir smjörinu útá pönnuna. Þegar þetta hefur orðið að góðu degi þá smellir þú þessu í form og þjappar vel og kælir. Ég setti smá súkkulaði með smjörinu á pönnuna og því þarf smá minna af smjörinu. 


Þegar botninn er orðinn nægilega kaldur til að hægt sé að setja kremið á er hægt að búa til kremið.



Kremið:



Þeytið Philadelpiuostinn léttilega, bætið svo útí duftinu úr hvítapokanum og vatninu, þeytið vel. Þegar ég var að þeyta ostinn aðeins þarna fyrst hellti ég smá red velvet dropum útí til að bragðbæta smá. Ég keypti það í Allt í Köku og það er glútenfrítt. Þær í allt í köku eiga allskonar svona glútenfríar og góðar bragðtegundir. 

Helltu kreminu yfir og kældu í 1 klst. 


Ég ákvað að bræða smá súkkulaði til að skreyta að ofan. 

Þetta er einstaklega fljót gert og mjög gott iað við pakka ostaköku. Endilega kommentið ef þið viljið að ég geri við tækifæri svona daim ostaköku sem er búin til alveg frá grunni. Væri gaman að sjá hvort áhugi er fyrir þvi :)





Njótið





Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished