laugardagur, 5. mars 2016

-Maí Verslun-


Maí verslun er nýja uppáhalds búðin mín. Hún er nýbúin að opna og er með allskonar fallegum lífrænum snyrtivörum bæði íslenskum og erlendum. Mikið af þeim eru glútenfríar og hafa margar hverjar verið verðlaunaðar. 



Te-barinn er algjör snilld og eru öll te-in glútenfrí. Ragnhildur sem á verslunina gaf mér tvennslags te til að prufa. Ég gat ekki beðið með að smakka og ég verð að segja, þau eru dásamleg. Mjög bragðgóð bæði heit og köld. 




"Pure Beauty te-ið er með sérvalin innihaldsefni sem eru sérstaklega til þess að vernda, hreinsa og næra húðina". Ég er einstaklega spennt fyrir þessu te-i þar sem húðin mín er einstaklega erfið og ég oft með útbrot og bólur. 

"Með Daily Balance viljum við ná einstakri slökun, njóta stundarinnar, leita inn á við og sameina hug, líkama og sál. Þú færð góða slökun án sljóvgandi áhrifa og því er hægt að drekka hvenær sem er dagsins". Ég elska þetta te og vona að ég fá smá innri ró. Er stundum svona inní mér eins og ég sé mjög æst og get ekki losað mig við það sama hvað. 

100% náttúruleg og lífrænt ræktuð te í lausum laufum

keypti mér þetta flotta kerti í Maí og það er æðisleg lykt af því.

Te-in virka öll á sinn hátt og því er um að gera að kíkja til hennar í búðina og velja sé te við sitt hæfi. Ekki skemmir fyrir að kíkja á allar flottu snyrtivörurnar, glútenfría nammið sem hún býður uppá, fallegu house doctor vörurnar sem hægt er að verlsa sér og setjast niður og hafa það notalegt. Það er mjög gaman að tala við Ragnhildi og veit hún ansi mikið um lífrænan lífsstíl.

Mér persónulega finnst einstaklega gaman hvað margir eru farnir að hugsa um hvað þeir eru farnir að setja ofan í sig og á sig. Það skiptir gríðalega miklu máli hvað vörurnar innihalda sem við setjum á okkur og því ætla ég að gera póst fljótlega um húð, hár og snyrtivörur sem ég hef tekið ástfóstri við sem eru glútenfríar og lausar við allskonar efni sem við vitum ekki einu sinni hver eru. 



Verslunin hennar Ragnhildar er á Garðatorgi 4 og heitir MAÍ.
Vefverslun Maí


1 ummæli :

Blog Design by Get Polished