laugardagur, 12. mars 2016

-glútenfríar hárvörur-

Af hverju lesum við utan á matvæli en ekki utan á snyrtivörur og hárvörur?
Þegar ég áttaði mig á því að snyrtivörur innihéldu glúten og hveiti var mér allri lokið. Það er ekki skrítið að ég væri búin að vera með útbrot í framan og á bakinu og bringunni í allan þennan tíma því auðvitað lekur sápan út um allt þegar við erum að þvo okkur um hárið. Það sem er óhuggulegast er að glúten og hveiti er örugglega það sem er minnst skaðlegt í snyrtivörum og hárvörum.

Því fleiri innihaldsefni sem eru skrifuð utaná vöruna því meiri líkur eru á að það er einhver óþverri í þeim. Ég hef lært núna á nokkrum árum að húð og snyrtivörur eru alveg jafn mikilvægar hvað varðar að lesa utan á og matvæli. Það sem við erum að bera á okkur fer auðvitað beint inní líkamann.

Það er alltaf að verða meira og meira úrval af góðum hár og snyrtivörum hér á Íslandi og er ég að elska það að hafa smá úrval fyrir okkur sem erum að hugsa um þessa hluti. Hárið okkar lítur  miklu betur út ef við hugsum um hvað við erum að setja í það. Sérstaklega ef við erum með ofnæmi fyrir einvherjum af innihaldsefnunum.

Mig langar við tækifæri að sýna ykkur þær vörur sem ég nota dagsdaglega en fyrst vil ég sýna ykkur þær hárvörur sem ég er búin að taka ástfóstri við. 

Ég er algjör sökker fyrir fallegum umbúðum og ég elska að versla mér vörur sem líta vel út. Ég kynntist fyrst Not Your Mother´s þegar Birna sem vinnur við þetta merki hafði samband við mig til að prufa þær og segja hvað mér fyndist um þær. Ég gerði það og hef ekki hætt að tala um þær síðan. Ég hélt svo leik um daginn og þegar hún kom með vinninginn þá gaf hún mér fleiri vörur til að prufa. Ég er ekkert smá þakklát fyrir að fá að prufa svona fallegar og flottar vörur.

Ég er búin að kaupa held ég allt það úrval sem er selt hér á Íslandi. Ég er búin að kaupa smá fyrir mig því eftir að ég prufaði hef ég ekki notað neitt annað í hárið á mér. Útbrotin og bólurnar minnkuðu svo um munaði að mig langar ekkert að skipta í eitthvað annað. Ég fór í Fjarðarkaup um daginn og keypti helling til að senda til systir minnar til Noregs og var hún að biðja mig áðan um að kaupa meira sjampó fyrir sig því hún er orðin jafn skotin í þessum vörum og ég. Ég hef verið að verlsa þessa vöru líka í gjafir. Konum finnst alltaf gaman að fá hárvörur í gjöf. LOFA ...

Ég get lofað ykkur því að þið eigið eftir að elska þessar vörur jafn mikið og ég. 

Þær eru æðislega flottar, dásamleg lykt af þeim og ekki skemmir fyrir hvað þær eru góðar. Ég var ekki beðin um að skrifa færslu um þær og selja ykkur þær af umboðinu heldur er ég að skrifa um þessar vörur því við verðum í alvöru að fara að spá hvað við erum að setja í okkur og á. Þessar vörur hafa hjálpað mér helling með mín vandamál og ég er ekki lengur brennd í hársverði og eldrauð sem dæmi ofan á allt hitt sem ég er búin að nefna.  Ég er að segja ykkur frá þessum vörum því ég vona svo innilega að ég geti hjálpað einhverjum sem er í sömu vandamálum og ég er búin að vera í. 








Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished