laugardagur, 26. mars 2016

-glútenfrítt páskaegg-


Ég ákvað að búa til mitt eigið páskaegg. Reyndar á maðurinn minn stórann heiður af því að búa það til því ég er ansi óþolinmóð þegar kemur að því að dunda svona. Ég skreytti það samt sjálf og auðvitað kámaði það smá út með klaufaskap. Ég keypti allskonar glútenfrítt nammi til að setja inní það. 


Ég treysti ekki alveg verksmiðju eggjunum þar sem ég er líka með bráðaofnæmi fyrir herslihnetum. Þið veljið bara súkkulaði sem er glútenfrítt og ykkur finnst gott. Ég ákvað samt að velja mér eitt konsum nóa gullegg svona lítið til að setja inni eggið mitt svo ég fengi óvæntan málshátt. Yngri molinn minn setti svo eitthvað svakalega óvænt og spennandi inní eggið handa ömmu líka. (skilst að það sé ónýtur bíll og teikning sem var framleidd á leikskólanum í sl. viku.. mjög spennt að sjá).



Ég keypti formið og ungana í Bónus. Það er ansi auðvelt að búa til páskaegg. Gott er að hafa hitamæli þegar súkkulaðið er brætt. Bræða það uppí 45° og kæla það svo niður í 30°. Þá er hægt að velta súkkulaðinu um í forminu.  Ef að það er erfitt að ná egginu úr er það sennilega vegna þess að það er ekki búið að fá að vera nógu lengi inní ískáp. Til að loka egginu er gott að setja bæði lokin á hvolf á heita plötu örstutt og skella þeim svo saman.



Megið þið öll eiga gleðilega páska.



Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished