sunnudagur, 20. mars 2016

-SkinBoss-


Mig langar að kynna ykkur fyrir SkinBoss. Ég hef ekki enn fundið drauma drauma andlitskremið og augnhreinsinn sem virka 100% fyrir mig, en ég er loks búin að finna drauma skrúbinn, drauma maskann og drauma baðsaltið. SkinBoss er klárlega eitthvað sem þið öll þurfið að prufa. SkinBoss húðlínan er laus við öll eiturefni og er einungis unnin úr lífrænum og náttúrulegum innihaldsefnum. Varan er framleidd hér á landi og eru notaðar íslenskar jurtir, framandi olíur og ferskt og spennandi hráefni sem gera vörurnar mjög virkar. Vörurnar eru því 100% glútenfríar sem ég er auðvitað að ELSKA. Ég hitti stelpuna sem á SkinBoss og fór að spjalla við hana í hitting hjá Versluninni Maí fyrir nokkrum vikum síðan. Ég fékk hjá henni vörur og ég sé sko ekki eftir því að hafa prufað þær. Ég er... 

....IN LOVE !


Baðsaltið er draumur í dós. Ég á reyndar ekki baðkar en ég hef verið að fara í fótabað og set þá baðsaltið í. Ég er mikið með fótapirring á nóttunni og finn ég mikinn mun á mér eftir að ég fór að skella mér í fótabaðið á kvöldin. Baðsaltið er snilld eftir mikla hreyfingu og losar um þreytu og hjálpar þreyttum vöðvum að ná sér. Ég er mjög spennt að skella manninum mínum ofan í fótabaðið líka. Hann meiddist mjög illa í okt sl. og er ekki enn búinn að ná sér og enn nokkuð langt í langt. Hann er mikið bólginn á kvöldin svo ég hlakka til að sjá hvort baðsaltið hjálpi honum. Ég læt ykkur vita. Það er hægt að lesa allt um baðsaltið HÉR.


Kaffiskrúbburinn er dásemd ein. Ég set hann á mig í sturtunni og það verður svona líka æðisleg olíu filma eftir á húðinni svo það er óþarfi að bera á sig rakakrem um allan kropp sem mér finnst mikill kostur. Lyktin er æðisleg en það er mjög góð kaffilykt en hún verður þó ekki eftir á húðinni finnst mér, þú angar því ekki af kaffi allan daginn. Ég finn mikinn mun þegar ég nota kaffiskrúbbin bæði á þvi hvað húðin verður mýkri, hreinni og miklu fallegri. Lestu meira um kaffiskrúbbinn HÉR



ClayBabe er mitt uppáhald að ég hélt af þessum vörum EN eftir að ég prufaði kaffiskrúbbinn og Vatnajökul baðsaltið get ég hreinlega ekki gert uppá milli. Clay Babe er maski sem gerir alveg svakalega mikið fyrir húðina á mjög stuttum tíma. Ég set á andlitið maskann og er með hann þar til hann þornar. Þegar ég þríf hann svo af sé ég stax hvað húðin er allt önnur. Hún er hreinni, bjartari og lítur eitthvern vegin miklu betur út. Mér líður líka mikið betur eftir að ég hef sett maskann á mig. Um leið og ég hef tekið maskann af set ég mjög gott rakakrem. Það er nauðsynlegt að setja gott rakakrem á um leið og húðin er orðin þurr og góð eftir að hafa þrifið af maskann.


Ég get ekki orðið beðið eftir að sunnudagskvöldin mæti á svæðið því ég dekra mig með maskanum á sunnudagskvöldum. Maskinn kemur í lítilli fallegri dollu með pensli. Maskinn er duft, ég er með lítinn bolla sem ég set 1 tsk af maska í og smá vatn. Hræri svo saman og pennsla svo framan í mig.

Yngri molinn minn sem er 5 ára segir í hvert sinn sem hann sér mig með maskann "mamma, hvað ertu?" hann heldur að ég sé í búningaleik. Finnst það aðeins of krúttlegt svo núna á sunnudagskvöldum er ég Fiona í Shrek.


Ég mæli með að þið skoðið þessa vöru vel og vandlega því hún er sko alveg þess virði að skoða. Ég á eftir að sýna ykkur meira í sambandi við þessa vöru svo fylgist vel með. Þegar ég loks finn vöru sem hentar mér þá ligg ég sko ekki á þeim upplýsingum. Það er erfitt að vera með ofnæmi fyrir svona mörgu og því finnst mér ég hafa dottið í gullpott að kynnast þessum vörum.



Svo má ekki gleyma hvað er ómetanlegt að hafa lítinn mola með sér til að stilla upp og passa uppá vörurnar sem veri er að mynda. Við fórum svo í smá göngu og hentum nokrum steinum útí vatnið og svona líka. Það er fátt skemmtilegra en að fara út að leika og svo heim í hlýju og notaleg heit.


Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished