fimmtudagur, 21. apríl 2016

-lummu love-

Maðurinn minn dekrar mig ansi oft og ég elska það. Ég er frekar löt oft að borða og mætti vera duglegri í þeim efnum. Lummur eru alltaf ofsalega góð hugmynd í mínum huga og er maðurinn minn mjög duglegur að búa til nýjar lummu uppskriftir til að gleðja mig.




Ég er ekki ein þeirra sem nýt þess að borða, ég borða til að lifa af og er eldri molinn minn þannig líka. Maðurinn minn og litli molinn hins vegar njóta þess í botn og er æðislegt að fylgjast með þeim borða þegar það er eitthvað sem þeim finnst verulega gott í matinn. 

Lummur eru samt svona eitthvað sem kemst næst þessari tilfinningu. Mig hlakkar aldrei til að borða. Þetta er miklu meira kvöð heldur en gaman. Ef ég fæ hins vegar að baka þá er gaman. Lummurnar koma sennilega þess vegna mjög sterkar inn. 

Þær eru líka einfaldar, gera góða bökunarlykt í húsið sem ég elska og eru alltaf góðar. Það er líka svo auðvelt að gera þær hversdagslegar og svo hátíðlegar með sýrópi, ávextum og kósý heitum. 

Hér er ný uppskrift af lummum fyrir ykkur:

3 bollar gróft GF Semper mjöl (fæst í Bónus og er á góðu verði)
1 bolli haframjöl frá Semper
1,5 - 2 bollar mjólk

4 egg
4 eggjahvítur
1 tsk matarsódi
3 msk kókosmjöl
3 dropa stvía (má líka vera smá sykur bara í staðin) 
2 tsk kanill
4 msk súkkulaði prótein (má sleppa)

smá tips, ef þið þeytið eggjavhíturnar sér og bætið þeim rólega útí í restina þá fáið þið lummur sem eru enn meira fluffí. (þetta er bara ef maður hefur nægan tíma og nennu)


Þessu er öllu hrært saman, steikt ein lumma á pönnu svo þær verði í stærri kantinum. Þessi uppskrift gerir ca 12-15 lummur. Ég var með þær í poka á borðinu hjá mér í eldhúsinu í 2 daga eða þar til seinasta kláraðist og það var ekkert að því að borða þær þá. Mjög góðar. (segir sú sem er ofur viðkvæm fyrir að borða "gamlann" mat.)



Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished