sunnudagur, 7. ágúst 2016

-æfingar sem þú getur gert heima-

Ég ákvað að skella í eina færslu með snilldar æfingar rútínu sem ég var að byrja á hér heima. Ég kemst ekki alltaf í ræktina þó svo ég reyni hvað ég mögulega get að skipuleggja mig þannig að ræktin sé inní á hverjum degi. Svo gerist lífið og þá oft er það ræktin sem dettur út því miður og hefur sumarið verið svolítið mikið þannig hjá mér. Svo má ekki gleyma því að góður matur hefur ekkert verið að hjálpa til. Ég er engin eftirétta manneskja en það er breytt eftir þetta sumar. 6 kg ca í plús er líka afrek þessa sumars svo það er búið að vera nóg að gera skoh. Þetta gerist ekki af sjálfu sér sko.

Verra er að nú þarf ég að hafa ENN meira fyrir því að koma mér í gott form. En það er ísí písí ef viljinn er fyrir hendi og ískápurinn rétt fylltur af rétta matnum. Ég elska pinterest til að skoða æfingar, matarhugmyndir og þá sérstaklega á kvöldin áður en ég fer að sofa því þá peppast maður upp í að gera enn betur daginn eftir og hlakkar til að fara í ræktina eða gera æfingarnar sem planaðar eru heima fyrir.

Það sem ég geri til að koma mér í gírinn aftur er:

*skoða instagram síður sem eru með flottar æfingar sem gaman er að prufa og screena þær.
*skoða pinterest og bý mér til prógrömm
*skoða pinterest og leita eftir skemmtilegum nýjungum í matarhugmyndum
*set mér markmið
*gaman er að fylgja á snap fólki sem er duglegt að æfa og margir eru með skemmtilega fróðleiksmola leanbody.is er snilld að fylgjast með þvi þau eru með allskonar íþróttafólk sem tekur yfir snappið þeirra. Mjög skemmtilegt og kemur manni í gírinn ef  maður er latur :)
*tek fyrir og eftir myndir þó ég skoði þær ekki fyrr en lööööngu seinna því ég fá alltaf panik ef ég sé þær.

Þetta er brot af því sem ég geri til að koma mér af stað og halda mér í gangi.

En hér er æfingin sem ég tók á föstudaginn og er enn að drepast eftir hahahah. Þið þurfið að sjálfsögðu ekki að gera allar endurtekningarnar í fyrsta sinn ef þið eruð að byrja alveg  á byrjun og kannski ekki hreyft ykkur í langan tíma. Þá er sniðugt að helminga endurtekningarnar. Ef þið eruð dugleg í ræktinni og langar að prufa þá er sniðugt að rúlla kannski 2-3x í gegnum æfingarnar en það fer allt eftir því hversu vel á ykkur komin þið eruð.

Ég set æfinguna inn á ensku því þá eigið þið auðvelt með að googla það sem þið vitið ekki hvað er og þá fáið þið upp myndir af æfingunni :)  Þessa æfingu er gott að gera 3x í viku (ég persónulega ætla að gera hana 4x og svo 2 aukaæfingar og skipta svo um prógramm eftir vikuna.



Fætur:

25 regular squats
30 lunges (15x hvorn fót)
100 jumping jacks
1 mínúta wall sit
35 sumo squats
35 leg raises (ég persónulega er ekki með nægilega sterka kviðvöðva og geri því annan fótinn í einu)
25 regular squats

Hendur & bak: (snilld fyrir brjóstahaldara fituna)

20 armbeygjur
20 bent over rows
20 Y, T, I (þetta er AÐAL brjóstahaldara fitu æfingin)
20 chest flys
20 dumbell reverse flys

það er líka hægt að setja þessa niður í 10 endurtekningar og gera hana svo 4x og þá kannski sem auka æfingu aðra daga :)

Kviður:

1 mínútu planki (á hnjám ef vilt frekar)
20 kviðæfingar þar sem þú liggur á bakinu, fætur í jörðina og teygir svo hendur í hæla (til hliðar)
40 sek hliðarplanki hægra megin
20 kviðæfingar þar sem þú liggur á bakinu, fætur í jörðina og teygir svo hendur í hæla (til hliðar)
40 sek hliðarpanki vinstra megin
20 reverse crunches
20 hip ups (mjaðmaréttur)


*gott er að muna að spenna alltaf kvið og rass í öllum æfingunum. Hafa vatn með og ef þið eigið ekki lóð þá er hægt að nota gosflöskur og fylla af vatni. Passa bara að nota ekki of þung lóð og ef þú ert byrjandi er gott að sleppa þeim alveg og gera einungis hreyfingarnar.


Hlakka til að heyra ef þið ákveðið að prufa (p.s ég er líka ÍAK einkaþjálfari og hef verið að þjálfa í mörg ár þó svo að ég sé ekki að því akkúrat núna).

Brook Wells er mín uppáhalds íþróttakona þessa dagana <3








Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished