Þetta er miklu meira easy en það lítur út á uppskriftinni ! |
þetta eru sjúklega vel heppnaðar og mega góðar tortillur, ég fékk þessa uppskrift í bókinni hennar Berglindar sem heitir Heilsuréttir Fjölskydunnar - elska þá bók svoooooo mikið :)
það sem þarf í þessa uppskrift er:
300 ml vatn
3 msk kókosolía (fljótandi) eða jómfrúarólífuolía
100 gr maísmjöl
175 gr glútenlaust mjöl (t.d all purpose hveiti eða rísmjöl)
50 gr kókosmjöl
2-3 hvítlauksgeirar
ég notaði í þessa uppskrift glútenfrítt hveiti sem ég keypti í fjarðakaup og mér hefur ekki fundist vera að virka vel í svona bakstur en notað Gum Xanthan frá Now Foods, smellið HÉR til að finna facebook síðuna þeirra.
það var ALLT annað líf að setja smá Gum Xanthan í uppskriftina !!! YES þetta virkar MEGA vel
en aftur að uppskriftinni :)
Aðferð:
1. Setjið 1,5 msk af olíu í vatni í lítinn pott og látið suðuna koma upp.
2. Lækkið þá hitann og hrærið maísmjölinu saman við og hrærið í ca 5 mín. takið pottinn aðeins af hellunni ef þetta er mjög heitt.
3. setjið pottinn aftur á hitann og bætið afganginum af olíunni útí og hrærið saman.
4. Setjið þetta svo í matvinnsluvél og bætið mjóli saman við . Ef deigið er klístrað bætið þá við örlitlu mjöli en ef það er of þurrt bætið þá saman við örlitlu vatni.
5. bætið síðan við hvítlauk út í matvinnsluvélina og vinnið saman (notaði reyndar bara hrærivélina og var fínt)
6. takið deigið upp úr og hnoðið með höndunum, Hnoðið kókosmjölinu vel inní deigið.
7. skiptið deiginu niður í 5 hluta.
8. Hitið pönnu á meðalháum hita. Rúllið út eitt pönnubrauð í einu og hafið þau frekar þunn. Setjið á pönnuna.
Hitið bara eina í einu því það þarf eiginlega að setja strax á þær því þær harðna mjög fljótt - það er ekkert mál því þetta er fljótt að græjast á pönnunni :)
Njótið
Engin ummæli :
Skrifa ummæli