laugardagur, 7. janúar 2017

-glútenfríar fluffý lummur-


Fólk á erfitt með að trúa því að glútenfrír matur geti verið bragðgóður og girnilegur.

Hér getið þið t.d séð flottar girnilegar og bragðgóðar lummur. Þessar lummur geri ég mjög oft og þær slá alltaf í gegn.

2 egg
2 bollar GF hveiti
1 bolli laktósafrí mjólk
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
2 msk sæta að eigin vali. (sjá texta)
smá vanilludropar


Til að gera lummur fluffý er ótrúlega sniðugt að hræra 2 egg vel saman í hrærivél áður en nokkuð annað er gert. Ef þú vilt fá þær enn meira fluffý þá sleppir þú rauðunum og notar bara hvíturnar. Ég geri það svona spari <3

Þegar ég hef þeytt vel eggin bæti ég smá vanilludropum úti. Best að nota vanilludropana sem maður gerir sjálfur eða vanilla extract. Þeyti smá meira og set einn bolla af GF hveiti rólega útí og hræri saman. Því næst tek ég 1 bolla af mjólk (laktósafrí á þessu heimili) og helli varlega saman við og blanda vel saman svo degið sé fallega blandað saman. Því næst er öðrum bolla af glútenfría hveitinu blandað varlega saman við. Næst er vínsteinslyftiduftinu blandað saman við.

Sætan er þá í raun bara eftir og velur  í raun hver fyrir sig hvaða sæta er notuð. Ég nota oftast ávaxtamauk og skiptir ekki máli hvaða bragð er notað og nota ég mikið skvísurnar. Ef ég á stóra skvísu nota ég hálfa ca en heila litla. Ef þú vilt nota sykur notar þú 2 msk. Stevía er líka málið hjá sumum, þú velur í raun bara það sem hentar þér og þínum og stundum set ég enga sætu og þá sérstaklega ef ég sé fyrir að setja sultu á skonsurnar, þá er sultan ofsalega góð sæta.



Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished