Það er ótrúlega gaman að fylgjast með hvaða færslur voru vinsælustu færslunar árið 2016.
Ég er að fara í miklar breytingar með Glútenfrítt Líf og vona ég heitt og innilega að markmið mín fyrir þær breytingar rætist allar sem ein. Þetta eru mjög háleit markmið en það er allt í lagi því ef að maður byrjar ekki einhverstaðar gerist ekkert.
Núna er ég komin á þann stað í lífi mínu að ég vil komast lengra. Það á eftir að vera erfitt og mikil vinna og ég þarf að treysta á marga til að hjálpa mér og má þar nefna yndislegu frænku mína sem ég veit ekki hvar ég væri án í öllu því sem ég hef gert og á eftir að gera. Þið getið kíkt á þennan snilling HÉR.
Hún er ótrúlega hæfileikarík og sagan á bakvið flotta fyrirtækið hennar er hreint mögnuð og langar mig mikið til að hún segi frá því á síðunni sinni þegar hún er tilbúin til þess. Þið eigð þá eftir að elska þetta fyrirtæki jafnmikið og ég.
Hún er ótrúlega hæfileikarík og sagan á bakvið flotta fyrirtækið hennar er hreint mögnuð og langar mig mikið til að hún segi frá því á síðunni sinni þegar hún er tilbúin til þess. Þið eigð þá eftir að elska þetta fyrirtæki jafnmikið og ég.
Ég hlakka ótrúlega mikið til að segja ykkur frá því sem ég er að gera en þangað til eru hér pistlar sem þið getið kíkt á. Þetta eru 10 vinsælsustu færslur ársins 2016 og í röð frá 1-10.
Engin ummæli :
Skrifa ummæli