Heimagerðir Vanilludropar eru þeir allra bestu sem finnast, þeir eru líka MEGA einfaldir !
Ég keypti þessi sætu glös í Tekk Companý og miðana í Föndru, ég gerði nokkur svona glös og gaf í jólagjafir síðustu jól og eru nokkrir komnir í áskrift hahah komnir með 2-3 glös og fá alltaf nýtt og nýtt því það þarf að bíða í 3 mánuði eftir að þú býrð þá til og þú getur opnað þá og notað þá, því er fólk með nokkur glös í umferð.
Ég skrifa Vanilludropar öðrumegin og set svo hinu megin daginn sem má byrja að nota þá. T.d ef ég bjó þá til í dag 13.05.13 þá set ég aftan á miðann, "notist eftir 13.08.13" ...
það sem þú þarft í þessa dropa er:
- fallegt glas sem lokast vel
- Arehucas romm ljóst
- Vanillustangir
- sætur miði til að merkja
Helli svo vodkanum ofan í og loka.
EKKI hrista glasið eftir að þið eruð búin að búa til vanilludropana.
Með tímanum sjáið þið svo hvernig vökvinn verður alltaf dekkri og dekkri.
Þetta er æðisleg tækifærisgjöf og algjör snilld í baksturinn !
Njótið <3 Þórunn Eva
er alveg að fara skella í þetta og setja með í pakkana!!
SvaraEyðaTetta er sjuklega flott i pakkana :)
EyðaÞú talar um romm í uppskriftinni og vodka í textanum. Hvor notarðu eða er hægt að nota bæði?
SvaraEyðaHægt ad nota bæði :)
Eyðaromm eða vodki? hver eru hlutföllin ?
SvaraEyða50ml vokvi og ein vanillustong og bara annadhvort vodki eda romm! Romm droparnor eru betri :)
EyðaVo er bara ad sja tetta nuna :) afsakid mig - hægt ad nota bæði :) eg set i 50ml floskur
SvaraEyðaVar að skoða aðra uppskrift þar sem er talað um dökkt romm, bara að geyma í 6 vikur og hrista glasið á hverjum degi... hefur þú prófað það...
SvaraEyða