þriðjudagur, 14. maí 2013

Pönnukökudásemd !

Þar sem það er ekki til All Purpose hveiti í Kosti þessa dagana ákvað ég að prufa að kaupa tilbúið mix.. eða svona næstum... þetta er lítil uppskrift en alveg nóg svona fyrir þá sem eru með ofnæmi og gera bara fyrir sig !

Leiðbeiningarnar utaná pokanum eru þessar:

1 1/2 bolli Pönnuköku Mix
1 stórt egg
1 msk olía
3/4 bolli mólk

mér fannst þetta heldur þykkt og bætti því smá vatni og meiri mjólk úti til að hafa þetta þunnt og gott deig, setti svo vanilludropana útí til að fá svona smá mitt bragð á þær - líka hægt að setja vanillusykur frá Pottagöldrum ef viljið.

svo er bara að smella þeim á pönnnukökupönnu og borða með því meðlæti sem þið viljið !
Set svo inn mína uppskrift þegar ég er búin að prufa hana með AP hveitinu :)

en hér er uppskriftin þegar ég var búin að breyta henni smá

1 1/2 bolli Pönnuköku Mix frá Bobs Red Mills
1 stórt egg
1 msk olía
3/4 bolli mólk
ég setti meiri mjólk og vatn
vanilludropa eftir smekk

Njótið <3 Þórunn Eva

Pönnukökudásemd !


Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished