Þórunn Eva


Síða í vinnslu

Þórunn Eva heiti ég og er ég fædd 10.júlí 1983. Ég er gift Kjartani Ágústi Valssyni og eigum við tvo flotta stráka. Jón Sverrir og Erik Val. Við búum í fallegri ibúð á fallegum stað í Hafnarfirði.

Upphafið að þessari síðu var að mig vantaði stað til að koma mér í gang í glúten og hveitifríum lífsstíl og valdi því þennan hátt. Ég elska að gefa af mér það sem ég er búin að læra með endalausu googli og lestri í bókum og blöðum. Það er alltaf eitthvað að breytast og við erum svo heppin að loks er Island farið að flytja inn frábært úrval af glúten og hveiti frírri vöru og má það þakka mörgum flottum fyrirtækjum og vil ég segja mér líka því ég hef legið í mörgum heildsölum og vælt. Kannski ekki vælt en næstum því. En það hefur borið árangur.

Þegar ég áttaði mig á að snyrtivörur voru einnig með glúteni, hveiti, haframjöli, byggi og fleiri óæskilegum vörum fór ég að googla og hringja og senda tölvupósta og komst að því að mörg merki eru glúten og hveitifrí en þeir geta ekki vottað þau merki glútenfrí vegna þess að þessar snyrtivörur eru framleiddar í sömu verksmiðjum og þær sem innihalda ofnæmisvaldinn. Svo eru vörur sem geta vottað sig glútenfríar og ætla ég að koma með lista um þær vörur hér inn við tækifæri. Svona listar eru aldrei tæmandi en ég get eftir minni bestu getu sett inn þær vörur sem ég veit að votta sig glútenfríar.

Það fer rosalega mikill tími að finna þetta allt og grúska í þessu og ég set ekkert inn á bloggið mitt né facebook síðuna mína sem ég er ekki búin að lesa mér mikið til um eða senda og fá upplýsingar um. Ég gæti verið pósta um allskonar tengt glútenfríum lífsstíl á hverjum degi en mér finnst ég ekki getað sett inn hvað sem er því þá hættið þið að taka mark á því sem ég segi ef ég vanda mig ekki.

Ég vil því biðja ykkur um að benda mér ef að ég set eitthvað hér inn sem er ekki rétt.

Síða í vinnslu

Blog Design by Get Polished