Þessir kanilsnúðar eru frá Evu Laufey og hef ég aldrei á ævinni smakkað eins góða snúða !! sjúklega góðir - þar sem ég er með ofnæmi fyrir heslihnetum þá set ég ekki súkkulaði glassúr en það er hægt að búa til "súkkulaði" glassúr líka úr lífrænu kakói og kókosolíu :)
það er hægt að búa til allskonar skemmtilegar útfærslur af kanilsnúðum eins og t.d að setja þá í eldfast mót og láta þá alla festast saman, setja þá í hringlaga mót og láta þá festast saman í hring ... því meiri hugmyndir því meira gaman !! Endilega ef þið gerið snúða setjið endilega inn mynd á facebookið sú mynd sem vinnur fær að vera í þessum blogg pósti um kanilsnúða !!
það er hægt að búa til allskonar skemmtilegar útfærslur af kanilsnúðum eins og t.d að setja þá í eldfast mót og láta þá alla festast saman, setja þá í hringlaga mót og láta þá festast saman í hring ... því meiri hugmyndir því meira gaman !! Endilega ef þið gerið snúða setjið endilega inn mynd á facebookið sú mynd sem vinnur fær að vera í þessum blogg pósti um kanilsnúða !!
Deig:
500 g all purpose hveiti úr kosti
100 g sykur
1 tsk vanillusykur
2, 5 tsk þurrger
250 ml mjólk
70 ml ljós olía
2 egg
1 tsk salt
Fylling:
50 g sykur
100 g smjör
2 - 3 msk kanill.
Aðferð:
Öllum
þurrefnum í deigið er blandað vel saman, bætið vökvanum saman og hnoðið
vel. Breiðið röku viskustykki yfir skálina og látið deigið hefast í 30 -
40 mínútur. Á meðan að við bíðum eftir deiginu þá getum við útbúið
fyllinguna. Hitið smjörið í potti, passið að bræða það ekki alveg og
bætið sykrinum og kanil saman við.
Þegar
deigið hefur hefað sig er það flatt út og smurt með fyllingunni.
Deiginu er svo rúllað út og skorið í hæfilega marga snúða. Setjið
bökunarpappír í ofnskúffu, raðið snúðunum á pappírinn og leggið
viskustykki yfir þá, rakt viskustykki. Leyfið þeim að standa í 30
mínútur áður en þeir fara inn í ofn.
Þórunn Eva
Þórunn Eva
Sæl Þórunn, er hægt að nota doves hveiti. Bý út á landi og það er ekki mikið úrval hér.
SvaraEyðaSæl Þórunn, er hægt að nota doves hveiti. Bý út á landi og það er ekki mikið úrval hér.
SvaraEyða