Föstudagssæla
Jæja, fyrsta bloggið mitt á síðunni, vonandi fyrsta af mörgum.
Ég er tvítug og greindist með glútenóþol fyrir rúmlega ári og hef síðan þá verið að fikra mig áfram í bæði bakstri og matargerð. Ég er búin að ná nokkuð góðum tökum á þessu og fæ frekar sjaldan einkenni eftir að hafa borðað eitthvað. Bakstur og matargerð hafa alltaf verið áhugamál hjá mér og ég ákvað að nýta frídaginn og baka köku með kaffinu. Hjónabandssæla varð fyrir valinu. Ég man að ég lærði að borða hjónabandssælu hjá ömmu og afa. Ég var aldrei hrifin af sultum en hjónabandssælan hjá ömmu var hrikalega góð þrátt fyrir rabarbarasultuna. Ég hef aldrei bakað hjónabandssælu eftir að ég greindist með glútenóþolið þannig að ég ákvað að prófa. Ég notaði gamla uppskrift frá vinkonu minni en breytti henni aðeins, minnkaði sykurmagnið og notaði glútenlausa hveitiblöndu í stað venjulegs hveitis.
Mjúk hjónabandssæla
190 g smjörlíki
¾ bolli sykur
½ bolli púðursykur
1 egg
3 bollar glútenfrítt haframjöl
2 bollar glútenfrí hveitiblanda
1 tsk matarsódi
Rabarbarasulta
Mjólk eftir þörfum
Aðferð
Þeyti smjörlíkið og sykurinn saman og bæti síðan egginu út í og hræri. Skelli þurrefnunum út í og blanda öllu saman. Ef deigið er of þurrt getur verið gott að blanda smá mjólk út í eftir þörfum.
Nota hringlótt smelluform og set smjörpappír í botninn. Set stærsta hluta deigsins í botninn á forminu en passa að þjappa ekki of mikið. Hef brúnirnar í kringum aðeins hærri svo að sultan fari ekki út fyrir kökuna þegar henni er dreift yfir kökuna. Magn sultunnar er smekksatriði og fer einnig eftir hversu þykkur botninn er.
Síðan strái ég restinni af deiginu yfir og baka kökuna við 180°C í u.þ.b. Klst eða þangað til að hún
er bökuð í gegn og smá crunchy á yfirborðinu. Þessi kaka varð ekki jafn góð og hjónabandssælan hennar ömmu en góð var hún og fín kaka með kaffinu :)
Þeyti smjörlíkið og sykurinn saman og bæti síðan egginu út í og hræri. Skelli þurrefnunum út í og blanda öllu saman. Ef deigið er of þurrt getur verið gott að blanda smá mjólk út í eftir þörfum.
Nota hringlótt smelluform og set smjörpappír í botninn. Set stærsta hluta deigsins í botninn á forminu en passa að þjappa ekki of mikið. Hef brúnirnar í kringum aðeins hærri svo að sultan fari ekki út fyrir kökuna þegar henni er dreift yfir kökuna. Magn sultunnar er smekksatriði og fer einnig eftir hversu þykkur botninn er.
Síðan strái ég restinni af deiginu yfir og baka kökuna við 180°C í u.þ.b. Klst eða þangað til að hún
er bökuð í gegn og smá crunchy á yfirborðinu. Þessi kaka varð ekki jafn góð og hjónabandssælan hennar ömmu en góð var hún og fín kaka með kaffinu :)
- Eva
Engin ummæli :
Skrifa ummæli