Toro vöfflumixið er algjör snilld því það er svo lítið mál að breyta því í pönnsur :)
Við skelltum í pönnsur í dag á núll einni og þær eru himneskar - við skelltum sykri á eina, sultu og rjóma á aðra, á þriðju skelltum við sultu berjum og suðursúkkulaði - allt jafn gómsætt !
það er hægt að versla TORO vöfflumixið í Fjarðarkaup (auðvitað glútenfrítt) !!!
Það er mega einfalt að búa til pönnsur úr vöfflumixinu en þú einfaldlega bætir bara við meiri vökva en sagt er á pakkanum... Voila og þú ert komin með pönnsu deig.. mér finnst svo gott að setja smá mjólk í stað vatns og setja vanilludropana sem ég bý til sjálf einnig útí, aðeins að leika sér með degið og gera það sem manni finnst best :D
Engin ummæli :
Skrifa ummæli