mánudagur, 27. júní 2016

-Glútenfríar Brauðbollur-




Eins og þið flest vitið sem lesið bloggið mitt þá er Eva Laufey mín allra allra uppáhalds þegar kemur að góðum uppskriftum. Hún er algjör snilli þessi stelpa. Ég var að skoða bloggið hennar um helgina og sá þá afar girnilega uppskrift af brauðbollum. Ég elska gott brauð með mat og þá sérstaklega súpum. 

Í kvöld var ég með kjúkling í súrsætri sósu og hrísgrjón ég ákvað að prufa að gera brauðbollur í ætt við þær sem Eva Laufey gerði og þær heppnuðust fullkomlega. Þegar kemur að glútenfríum bakstri er oft mikið mál að velja hveiti sem hentar. Ég ákvað að nota tvær tegundir núna og sjá hver utkoman yrði. Þetta er eitt besta glútenfría move sem ég hef gert held ég bara. Glútenfríu hveitin eru ekki öll eins og því passar stundum að blanda þeim, núna notaði 1 pakka Semper brauðmix ljóst sem fæst í Bónus og 1 poka brauðmix frá Delicious Alchemy sem heitir White Bread Mix sem fæst í verslunin Borðið. 


Uppskrift:

50 gr brætt smjör
2 dl mjólk 
hálft bréf þurrger 6 gr ca
1 msk hunang
1 tsk salt
250 gr grísk jógúrt
1 pakki semper mix sem fæst í Bónus
1 poki brauðmix frá Delicious Alchemy White Bread Mix sem fæst í verslunin Borðið
1 egg til að pennsla ofan á bollurnar

sesamfræ eða þau fræ sem þú velur þér. 

Aðferð:

Smjörið brætt í potti
Mjólkin, hunangið og þurrgerið sett útí og leyft að hvíla í ca 5 mín.
Blöndunni skellt í hrærivélaskál og salti, grískri jógúr og glútenfría hveitinu bætt útí. Ég byrjaði á því að setja brauðmixið frá DA og hræri það í ca 4 mínútur og bæti þá Semper rólega útí og hræri í 2-3 mínútur í viðbót. Ég mótaði strax kúlurnar og pennslaði, setti á þær sesamfræin og rakt viskastykki yfir í ca klst.

Bakaði svo í ca 20-30 mín á 200° og blæstri. Þær voru PERFECT !!

Stökkar að utan og mjúkar inní, er það ekki alveg það sem við erum að leyta af??






Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished