Ég er búin að prufa ansi margar tegundir af pasta og spaghettí eins og þið öll sennilega. Ég loksins lét verða að því að fara í verslunina Borðið að Ægisíðu 123 og ég held að ég kaupi mér ekki annað pasta hér eftir en það sem fæst hjá þeim. Þetta er maís pasta og er framleitt á Ítalíu. Þessi framleiðandi heitir Morelli og er virtur á Ítalíu. Það er hægt að treysta þessu merki 100%. Það sem mér finnst líka skemmtilegt er að umbúðirnar eru líka svo flottar.
Morelli pastað er það pasta að mínu mati sem kemst hvað næst "venjulegu" pasta. Ef þú ert ekki búin/n að kíkja í verslunina Borðið þá mæli ég með því. Þegar ég verð svona hrifin af vöru vil ég segja fólki frá svo fleiri fái að njóta og kynnast vörunni. Ég hef alltaf svo miklar áhyggjur af því að ef ég læt ekki vita þá er enginn til að versla vöruna nema ég og hún hættir svo bara. Mig langar það sko ekki með þessa vöru hahaha :)
Ég bjó til á föstudagskvöldið mjög einfalt pasta en ég steikti bara kjúklingabita, steikti svo papriku og lauk þar til laukurinn var orðinn glær og bætti þá útí aftur kjúklingum og kryddaði. Ég notaði salt, pipar, cumin, chilikrydd og hvítlaukskrydd, passið bara að nota lítið í einu og smakka til. Því næst setti ég smá laktósafría mjólk og leyfði að sjóða í smá stund, eða þar til sósan var orðin svolítið þykk. Í lokin bætti ég við smá rifnum piparosti og rifnum mexico osti sem bráðnaði yfir allt saman. Voila, reddý, og mega gott.
Ég prufaði brúna brauðmixið sem verslunin borðið selur líka fyrr um daginn og það var æðislegt. Ég bar það svo fram með pastanu um kvöldið og það var fullkomið.
Brauðmixið er mjög gott. Brauðið verður svolítið þétt en mér þykir það gott. Ég setti döðlur og krydd í mitt, setti það í lítil form og bakaði. Þið afsakið jólaformið úr IKEA, ég bara loksins fann not fyrir þau hahaha :)
Uppskrift af brauði:
Ekki forhita ofninn því brauðið er bakað fyrst í köldum ofinum, það er að segja, þú kveikir á ofninum um leið og brauðið er sett inn.
1 poki brauðmix brúnt frá Delicious Alchemy Brown Bread Mix sem fæst í verslunin Borðið
krydd að eigin vali, ferskar kryddjurtir koma sterkar inn eins og t.d rosemarý
hálfur bolli hakkaðar möndlur
1 tsk hunang
20 ml olía
350 ml vatn
öllu er blandað saman og hrært í 2-3 mínútur, gott er að taka sleikju og fara meðfram skálinni og í botninn og losa um degið og hræra svo aftur í 2 mínútur rólega. Degið er sett í form og látið standa í cac 20 mínútur. Gott er að setja rakt viskastykki eða plasfilmu yfir í þessar 20 mínútur. Degið hefast ekki fyrr en það er komið inní ofn og farið að bakast svo engar áhyggjur.
Bakað í ca 40-50 mínútur. Ekki er gott að skera brauðið fyrr en það er orðið kalt. Best er að borða brauðið samdægurs eða skera það í sneiðar og setja beint í frysti. Gott trix er að setja bökunarpappír á milli sneiðanna svo auðvelt sé að losa sneiðarnar í sundur.
Bara svona af því að ég er byrjuð. Þá er Verslunin Borðið með æðislega Instagram síðu ef þið eruð Instagram perrar eins og ég :)
Engin ummæli :
Skrifa ummæli