Svo datt mér í hug að prófa Bobs Red Mills all purpose hveitið og skottaðist í kost en þá er það uppselt og varð ég að finna að aðra leið og keypti því bread mix frá þeim.
Kallinn skellti í hamborgarabrauð og viti menn það var SÚPER gott :) LOKSINS fæ ég hamborgara með brauði hahahah :)
í Bread Mix-inu fylgir ger - notuðum það.
1 msk þurrger
1/2 bolli heitt vatn
1/2 bolli mjólk
1 stórt egg
2 msk ólífuolía
2 msk sykur
1 tsk gróft salt
3 bollar Bread Mix
1 msk smjör
- Hita ofninn í 190°
- Blanda geri og vatni saman í hrærivélaskálina og leyfa því að leysast vel upp.
- Blanda í aðra skál mjólk, eggi, olíu, sykri og salti.
- Setja blönduna út í hrærivélaskálina þar sem gerið hefur fengið að leysast vel upp og bæta svo Bread Mix-inu saman við hægt og rólega og hræra á rólegum hraða í ca 10 mín (skiptir miklu máli að hræra vel og lengi). Brauðið á að vera pínu klístrað, mjúkt og ætti að skjótast tilbaka þegar potað er í það.
- Leyfa deginu að hefast í 1 klst.
- Degið dugar í ca 4 vegleg hamborgarabrauð.
- leggja á plötu og leyfa að hefast í ca 30-40 mín.
- Bræða smjörið og bera á brauðin + sesamfræ ef vill.
- Bökunartíminn 15-18 mín.
- Leyfa brauðunum að kólna í smá tíma áður en þau eru skorin.
- Við skelltum þeim svo smá stund á grillið til að fá smá grillfíling.
- Við pensluðum hamborgarana með smá olíu og settum svo krydd frá Pottagöldrum sem heitir Best á allt... settum svo ost á þá.
Áleggið sem við notuðum í gær var:
- Avacado skorið niður og settur pipar frá Pottagöldrum á
- Paprika
- Beikon
- Egg spælt báðum megin
- Gúrka
- Steiktum sveppi - smá smjör og svartur pipar frá Pottagöldrum
- Kál
- Mexico ost - bara svona smá trít :)
- Sósan er frá kjötkompaníinu
Skárum svo niður sæta kartöflur og gerðum úr þeim franskar - settum svo smá gróft salt yfir .
Njótið <3
Vá skil þig svo vel hef margoft reynt að gera pulsu og hamborgarabrauð og ekkert gengið. Hlakka til að prófa þessa og reyna að gera pulsubrauð líka.
SvaraEyðaþað er einmitt næst á dagskrá :)
Eyðaætla bara að gera sömu uppskrift og móta það öðruvísi :)
sjá hvernig það kemur út :)
knús á þig skvís !