mánudagur, 19. desember 2016

-Jólakaramellur með Valor súkkulaði-


Jólakaramellur

Það koma ekki jól án þess að búa til jólakaramellur !
Valor súkkulaðið með karamellu og sjávarsalti er fullkomin blanda við jólakaramellurnar.
Mjög auðveldar og ótrúlega góðar.



3 dl Rjómi
250gr Sykur
60g Smjör
100g Siróp (ljóst eða dökkt)
1 plata Valor súkkulaði með karamellu og sjávarsalti (súkkulaðið er notað þegar karamellan er tilbúin) 

Svona gerir þú:
Blandaðu saman hráefnunum í pott og láttu sjóða. Blandan skal sjóða þar til fallegur karamellulitur er komin á blönduna. Stærðin á pottinum skiptir máli uppá hvað lengi þú átt að sjóða. Lítill og hár pottur er t.d lengur að sjóða en víður og stór pottur. Því er erfitt að segja hversu lengi á að láta sjóða en það er ca 20-40 mín. Frekar að horfa á litinn á karamellunni heldur en tímann. Það skiptir miklu að hrærar allan tímann.

Til að finna út hvort karamellan sé tilbúin er gott að hafa hitamæli og þá er flott að hita karamelluna upp að ca 117 gráðum. Ef karamellan fer yfir 120 gráður þá verður hún stökkari. Ef þú átt ekki hitamæli þá er gott að hræra þar til hún er orðin fallega brún og svolítið þykk. Einnig er hægt að vera með glas með vatni þar sem þú setur smá karamellu úti og ef þú getur rúllað henni uppí litla kúlu þá er hún tilbúin.
Þá er bara að hella blöndunni á bökunarplötu með bökunarpappir. Hún stífnar hratt svo það er um að gera að skera hana niður áður en hún verður alveg stíf. (gott að nota pizza hníf)

Þegar karamellan er orðin köld bræðir þú súkkulaðið og dýfir karamellu bitunum ofaní eða skreytir molana fallega. Í lokin er stráð smá sjávarsalti yfir molana. Þetta er einfalt og æðislega skemmtilegt.








Á snappinu mínu í dag 19.12.2016 er hægt að fylgjast með mér búa til karamelluna. Endilega kíkið á það !! snappið mitt er glutenfrittlif

Þessi karamella er á leið á leikskólann hjá 5 ára molanum mínum sem gjöf til kennarana á deildinni hans þar sem þetta eru síðustu jólin hans á leikskólanum. 

Eigið gleðileg jól og megi jólin færa ykkur ást og kærlegik. Munum að jólin snúast um samveru með okkar allra mikilvægasta fólki, fjölskyldu og vinum. 










Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished