fimmtudagur, 8. desember 2016

-kókos og súkkulaði konfekt | jólagjafa innpökkun-


 Einfalt og einstaklega bragðgott kókos og súkkulaði konfekt.


Valor glútenfría súkkulaðið er mitt allra uppáhalds þessa dagana og skellti ég í smá konfekt þar sem ég átti nú allt til í þetta. Það sem ég er að læra þessa dagana um sjálfa mig og fatta hvað ég hef í raun gert alla ævi er að elska allt sem er kalt. Það sem er fullkomið við þessa mola er að þeir eru geymdir í frysti og borðast þvi kaldir og góðir. 

Það er eitthvað svo fallegt við aðventuna og skellti ég því í þessa mola. Þeir eru "nokkuð" hollir og því um að gera að skella í á virkum degi og njóta eftir kvöldmat með jólamynd og kertakósý.


1 3/4 bolli kókosmjöl
3 tsk kókosolia
3 msk sýróp (má nota í raun þá sætu sem þið viljið
2 msk kókosmjólk
1 tsk vanillu extract (ég nota vanilludropana sem ég geri sjálf)
1/9 tsk salt
Valor glútenfrítt súkkulaði 82%

Öllu nema súkkulaðinu skellt í matvinnsluvél og vélin látin vinna í dágóðan tíma eða þar til allt er orðið vel blandað saman. Ég setti svo í falleg silíkonmót og bræddi súkkulaði yfir. Ég fyllti ekki formin svo það yrði vel af súkkulaði sem botn. Þá er ekkert eftir nema að frysta. Ég frysti í ca klst og tók þá molana úr formunum og skellti þeim á disk sem ég geymi inní frysti.

Ég geymi molana í frysti svo þeir séu kaldir, stífir og góðir þegar ég borða þá.

Mig langaði líka til að sýna ykkur jóla innpökkunina okkar í ár. Ég fékk þá snilldar hugmynd að perla og líma svo á gjafirnar. Ég perlaði hvað minnst og maðurinn minn sat í súpunni með þetta ásamt sonum okkar. En ég var dugleg að strauja.

Pappírinn og innpökkunar böndin fékk ég í A4 og svo er fallegi jólamerkimiðinn hadteiknaður af elskulegri frænku minni sem setti upp bæði Glútenfrítt Líf bókina mína og Glútenfrí Jól. Glútenfrí Jól er PDF bók og kostar 1.490 kr

Miðana er hægt að finna í bókinni minni sem fæst HÉR - það eru nokkrar týpur af miðum og er hægt að prenta út að vild. Mæli klárlega með þeim.


Aðventan er minn allra uppáhalds tími og því nýt ég þess að dúllast og hafa það kósý með fjölskyldunni minni. Kvöldin einkennast af kósý tíma, kertum og jólamyndum, innpökkun, skreyti tíma og dúlli. 

Munið að aðventan og undirbúningur jólanna er 80% jólanna. Njótum þess að undirbúa og horfum á aðfangadagskvöld svona sem hápunkt hátíðarinnar og undirbúningsins. 

Eigið dásamlega aðventu.


Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished