Það er hægt að nota hvaða súkkulaði köku sem er og myndi ég mæla með að ef þið eigið ykkar uppáhalds að nota hana. Það er líka hægt að kaupa allskonar glútenfríar blöndur tilbúnar í kössum eins og í Krónunni og Kosti sem dæmi.
Ég nota alltaf mína uppáhalds skúffuköku sem ég fann á sínum tíma á netinu en man ekki hvar ég fékk hana. Ég breytti henni aðeins þó til að gera hana enn betri þar sem glútenfríar kökur verða stundum svolítið þurrar.
Hitið ofninn í 180°
- 150 g smjör
- 3 egg
- 2 1/2 dl sykur
- 2 tsk vanillusykur
- 2 msk kakó
- 3 1/2 dl glútenfrítt hveiti
- 2 tsk vínsteinslyftiduft
- 1 1/2 dl laktósafrí mjólk
Kremið er algjörlega málið og svo gott að það er eiginlega lygilegt.
- 6 msk laktósafrí mjólk
- 3 msk kakó
- 1/2 bolli smjör
- 3 3/4 bolli flórsykur
- hálf plata mjólkur súkkulaði frá Valor
Blandið saman mjólk, kakói, smjöri og Valor súkkulaði í pott og látið suðuna koma upp. Bætið flórsykrinum við og hrærið saman í vél til að koma í veg fyrir að kremið kekkist. Hellið kreminu heitu yfir kökuna. Þegar kremið hefur kólnað er dásamlegt að raða fallegum Valor konfekt molum ofan á kökuna til að skreyfa hana og ég tala nú ekki til að fá smá óvænt trít þegar þú smakkar konfekt molann sem þú færð með sneiðinni þinni <3
Engin ummæli :
Skrifa ummæli