föstudagur, 24. febrúar 2017

-glútenfrír bolludagur-

Ég hef séð út um allt á netinu núna í dag hvað margir eru sárir að geta ekki notið þess að borða bolludagsbollur og notið þess að vera með í þessum degi.

Það er sko vel hægt kæru vinir því bollurnar hennar Evu Laufeyjar eru þær allra bestu sem þið finnið. Þessar bollur eru í bókinni minni og fékk ég fullt leyfi frá Evu Laufey til að setja þær þar. Ég var svo oft búin að reyna að gera fullkomnar vatnsdeigsbollur en ef þær voru fallegar voru þær vondar og ef þær voru ljótar voru þær góðar.


Eva Laufey bjargaði mér algjörlega og þeir sem hafa smakkað hjá mér glútenfríu bollurnar hafa ekki einu sinni vitað að þær séu glútenfríar og dásama þær í hvert sinn.

Ég er ótrúlega mikið fyrir einfaldar bollur og vil ekki of mikið gúmmelaði á þær en ég var alin upp við royal búðing á milli og mars sósu ofan á. Ég hins vegar má ekki nota mars sósuna. Ég bjó til sósu núna úr Valor súkkulaði sem ég elskaði algjörlega ofan á. Ekta súkkulaði bragð á bollurnar klikkar aldrei.


Bolludagsbollur frá Evu Laufey er hægt að finna uppskrift að HÉR.

Þetta árið ákvað ég að búa til súkkulaði og karamellu búðing ásamt því að þeyta rjóma. Það er hrein unun að blanda þessu svo öllu saman á milli og setja súkkulaðið ofan á. Ég reyndar set súkkulaðið alltaf á milli þegar ég borða þær því þá fer þetta ekki eins allt út um allt þegar græðgin tekur völdin.

Uppskriftin að súkkulaðinu sem ég set ofan á:

Ég notaði eina plötu af mjólkursúkkulaðinu og eina plötu af dökka súkkulaðinu frá Valor. Hellti svo smá rjóma í pottt ( ca einn dl) með plötunum og bræddi saman þar til áferðin var orðin glansandi. Bræðið við lágan hita því annars getur súkkulaðið hitnað of mikið og farið í kekki. Leyfið súkkulaðinu svo aðeins að kólna áður en þið setjið það á bollurnar.

Njótið þess að borða glútenfríar bolludagsbollur með bilaðslega góðu súkkulaði on top !









Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished