fimmtudagur, 18. febrúar 2016

-áhugamál-

Ég á mörg áhugamál og eitt af þeim er að dúlla mér við að búa til allskonar fallegt í tölvunni. Ég er svo heppin að eiga líka frænku sem er grafískur hönnuður svo við deilum þessum áhuga saman. Systir mín í noregi var að flytja í svo fallegt hús sem hún og maðurinn hennar voru að byggja sér, hana vantaði eitthvað smá á veggina hjá krökkunum sínum svo ég skellti í falleg plaköt fyrir hana. 
_________________________________________________________________



________________________________________________________________


Ég ef líka verið að gera myndir eins og þessar og prenta út til að hafa heima.
Þessa gerði ég t.d líka á norsku fyrir systir mína sem gaf hana svo í gjöf fyrir 2 árum síðan.

______________________________________________________________________


________________________________________________________________________



Málið er að bestu hlutirnir í lífinu eru einmitt ekki hlutir. Þar sem margir virðast halda að ef þeir eiga ekki allt það fínasta og flottasta að þá séu þeir ekki málið. Ef þér líður vel í hjartanu þá líður þér vel hvar sem er í heiminum, í hvaða íbúð sem er og hvernig sem dótið í íbúðinni er. Ég er allavega búin að læra það að meta lífið það mikið að hlutir skipta mig engu máli. Jú kannski hlutir sem börnin mín búa til handa mér eða einhver sem er mér mjög kær en í heildina litið er það fólkið í kringum mig sem gerir mig hamingjusama. Mundu líka að heilsan er ofsalega dýrmæt og fólk áttar sig oft ekki á hvað það á fyrr en misst hefur.

En mitt stærsta áhugamál er klárlega að hjálpa ykkur með glútenfrían lífstíl því það er ekkert meira gefandi en að hjálpa öðrum. Ég fæ oft að heyra það að ég ætti að rukka fyrir það þegar fólk er að hafa samband við mig og svona en mér finnst það ekki mitt að rukka fyrir það. Þegar fólk lendir í því að greinast með Selíak og ofnæmi þá finnst mér það alveg nægilega mikill pakki fyrir það og ætla ég ekki að fara að rukka fyrir að hjálpa. Mér finnst sjálfsagt mál að aðstoða og geri það brosandi.

Þessi grin birtist í AO blaðinu fyrir jólin 2014


Ég á mörg áhugamál í viðbót og hlakka ég mikið til að sýna ykkur þau á næstu dögum. 


Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished