miðvikudagur, 12. nóvember 2014

Vanilludropar - heimagerðir - uppskrift !


Heimagerðir Vanilludropar eru þeir allra bestu sem finnast, þeir eru líka MEGA einfaldir !


Ég notaði flöksur sem ég átti og miðana fékk ég  í Föndru, ég gerði nokkur svona glös og gaf í jólagjafir þar síðustu jól og eru nokkrir komnir í áskrift hahah komnir með 2-3 glös og fá alltaf nýtt og nýtt því það þarf að bíða í 3 mánuði eftir að þú býrð þá til og þú getur opnað þá og notað þá, því er fólk með nokkur glös í umferð.

Ég skrifa Vanilludropar öðrumegin og set svo hinu megin daginn sem má byrja að nota þá. T.d ef ég bjó þá til í dag 13.05.13 þá set ég aftan á miðann, "notist eftir 13.08.13" ...

það sem þú þarft í þessa dropa er:

  • Fallegt glas sem lokast vel
  • Romm
  • Vanillustangir
  • Sætur miði til að merkja
Ég sker vanillustangirnar í tvennt, sker þær svo langsum svo þær opnist en samt ekki alla leið, skef svo innanúr þeim og set ofan í glasið.
Helli svo vodkanum ofan í og loka.


Með tímanum sjáið þið svo hvernig vökvinn verður alltaf dekkri og dekkri.

Þetta er æðisleg tækifærisgjöf og algjör snilld í baksturinn !

Njótið <3 Þórunn Eva

Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished