Ég bý til Koala Crispís fyrir hvert einasta afmæli og held ég að margir séu í þeim pakkanum með mér :)
Í kosti fann ég glútenfrítt súkkulaði Koala Crispís og er það algjör snilld í þessa uppskrift. Ég er þessi týpa að allt þarf að vera fljótlegt og þæginlegt annars er ég ekkert mikið að nenna þessu. Flestir myndu segja ykkur að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði en who am i kidding, i don´t nenn it !
Ég set 150 gr suðusúkkulaði, 1 tsk smjör og 3 vel fullar msk af sýrpópi í skál og inní örbylgjuofn í smá stund og passa mig að hafa það smá stund annars getur súkkulaðið brunnið við, ég tek það frekar nokkrum sinnum út og hræri og oft er hægt að hræra í smá stund og þá bráðnar restin saman við.
Myndina tók Íris hjá Infantia Ljósmyndum - Ég bakaði ! |
Nú því næst er voðalega krúttlegt að setja í lítil muffins form og svo inní ísskáp í smá stund.
p.s það er sjúklega gott að setja smá mjólk útá þetta "morgunkorn" á laugardögum :)
Sæl, hvar fæ ég svona koala crispies? :)
SvaraEyða