Verð nú að viðurkenna það að ég held að ég hafi nú verið svolítið dekruð um ævina hvað varðar að hreinsa bein úr fisk áður en hann er eldaður, flysja kartöflur eftir að þær eru eldaðar og hreinsa rjúpu þegar henni er skellt heilli á diskinn minn og sagt, gjörðu svo vel ! Whaaaaaaaat á ég að gera þetta sjálf ????
Jebb ég fattaði allt í einu að ég er að verða þrítug og er ekki góð í þessu og má nefna dæmi sem þessi, eldaði lax í gær og endaði á að skella honum bara með beinunum í eldfast mót og taka afleiðingunni þegar ég færi að bera hann fram og varaði drengina við beinum í fiskinum, annað dæmi er að við borðum nú kannski ekki mikið af kartöflum en það fá allir bara kartöflu með híðinu á diskinn lang bestar þannig hvort eð er, þriðja dæmið er að ég var í mat hjá tengdó og rjúpa var í matinn, hafði ekki fengið svoleiðis í langan tíma en ég fékk alltaf rjúpu á jólunum og svo tartalettur hjá afa Bjarna á jóladag, held að ég hafi verið frekar skrítinn á svipinn þegar ég fattaði að annaðhvort mamma eða afi hafi alltaf bara græjað þetta .. en mér tókst að fikra mig fram úr þessu án þess að vera með mikið ves :)
Spurning um að fara að fullorðnast smá og fara að flysja kartöflur eins og vindurinn og beinhreinsa fisk :)
En nú að uppskriftinni :)
Setti lax í eldfast mót, kryddadi með kryddblöndu sem passar fyrir fisk og grænmeti, ég notaði sítrónupipar frá pottagöldrum, set svo sýrðan rjóma yfir laxinn og saxa svo smá púrrulauk og set yfir. Helli smá sítrónu olíu yfir, þetta fer svo inní ofn í ca 20 mín á 200° (blástur).
Sósan sem ég geri með þessu er hrikalega góð og passar með svo miklu meiru en bara þessum rétt, t.d kjúkling, salati, grænmeti og eiginlega hverju sem þér dettur í hug.
Sósan er bara sýrður rjómi með knorr kryddi (fás 3 bréf saman í pakka) - hrikalega einfalt og gott
Sýð svo hrísgrjón og ber fram salat (salatið er bara það sem ég á í það og það skiptið !
Engin ummæli :
Skrifa ummæli