Átti brownie-mix í búrinu hér heima sem mér datt í hug að prófa.
Þetta er Bob's red hill brownie mix (http://www.bobsredmill.com/gluten-free-brownie-mix.html) sem ég keypti í Kosti og það eina sem þurfti að gera var að skella vatni, olíu, eggi og súkkulaðibitum saman við mixið og baka í ca. 20 mín við 180°C.
Þetta var mjög fljótlegt og þægilegt og kom ótrúlega vel út!
Kökurnar voru hrikalega góðar með ískaldri mjólk og ég mæli hiklaust með þeim.
- Eva
Engin ummæli :
Skrifa ummæli