miðvikudagur, 7. ágúst 2013

Þriðjudagskjúlli

Var ein heima seinasta þriðjudag og eldaði mér kjúklingabringur í kvöldmatinn.

Kjúklingur
Blandaði saman balsamikediki og kryddjurtum – bæði þurrkuðum og úr garðinum – notaði basiliku, timan, oregano og rósmarín.Lét kjúklingabringurnar liggja í þessu í smá tíma - fyllti þær með fetaosti, kryddi og sólþurrkuðum tómötum og skellti þeim svo inn í ofn við 200°C þangað til þær voru eldaður í gegn.
Svo skellti ég í smá sósu til þess að hafa með kjúklingnum.

Sósa
¼ dolla af rjómaosti (ég notaði rjómaost með kryddblöndu)
½ piparostur
2 dl matreiðslurjómi
græn piparkorn
svört piparkorn
saxaður chili
2 msk hlynsíróp (maple)
1 tsk dijon sinnep
Lætur ostinn bráðna í rjómanum í potti yfir hellu og setur síðan restina út í og lætur malla við vægan hita í tuttugu mínútur.
Sósan kom vel út, sterk og góð, en ég mun örugglega nota annars konar rjómaost næst – t.d. rjómaost með sólþurrkuðum tómötum.

Kjúklingurinn smakkaðist mjög vel með sósunni, ofnbökuðum kartöflubátum (kryddaðir með timiani og basiliku) og salati úr garðinum.
- Eva

Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished